Mjótt á munum í Perú Árni Sæberg skrifar 7. júní 2021 13:42 Keiko Fujimori, forsetaframbjóðandi í Perú. Getty/Manuel Medir Talning atkvæða stendur nú yfir í Perú en forsetakosningar fóru fram í landinu í gær. Keiko Fujimori hefur naumt forskot á andstæðing sinn, Pedro Castillo, þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin. Kosningarnar sem fóru fram í Perú í gær eru einar þær mikilvægustu í sögu landsins. Stjórnmálakrísa hefur ríkt í landinu undanfarið, til dæmis gegndu þrír embætti forseta á einni viku í nóvember síðastliðnum. Val kjósenda í Perú stendur á milli tveggja gjörólíkra stjórnmálastefna. Keiko Fujimori er leiðtogi Fuerza Popular, helsta íhaldssflokks Perú. Þá er hún einnig dóttir Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins. Alberto var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir brot í starfi. Sósíalískur bændasonur Andstæðingur Fujimori, Pedro Castillo, er aftur á móti vinstrisinnaður grunnskólakennari og formaður sósíalistaflokksins Frjálst Perú. Hann hefur lofað að umturna stjórnarskrá landsins, breyta auðlindakerfinu, stofna ráðuneyti vísinda, og mörgu fleiru. „Hvernig má vera að, í svona efnuðu landi, sé svo mikil eymd, svo mikill ójöfnuður, og að einungis þeir stóru hagnist, jafn vel þó þeir vinni ekki,“ segir Castillo í samtali við CNN. Munur milli borga og sveita Keiko Fujimori nýtur mikils stuðnings í borgum Perú en sveitirnar styðja Castillo. Þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin er Fujimori með 0,7 prósenta forskot á Castillo. Forskot hennar minnkar eftir því sem fleiri atkvæði úr sveitum landsins eru talin. Þegar fyrstu tölur voru tilkynntar var forskot hennar 5,8 prósent þegar 42 prósent atkvæða höfðu verið talin. Stuðningsmenn beggja fagna sigri Við birtingu fyrstu talna brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Fujimori fyrir utan höfuðstöðvar Fuerza Popular í höfuðborginni Lima. „Það sem við þurfum að stefna að er sameining allra Perúbúa. Þess vegna bið ég báða hópa um rólegheit, þolinmæði og frið, bæði þá sem kusu okkur og þá sem kusu okkur ekki,“ er haft eftir Keiko Fujimori. Útgönguspár spáðu Castillo hins vegar sigri og brugðust stuðningsmenn hans við með því að halda út á götur Tacabamba og kalla „Við unnum!“ Við það tilefni óskaði Castillo eftir þolinmæði Perúbúa. „Við treystum á vilja fólksins og vonum að í dag, á þessari lýðræðishátíð, verðum við róleg og þolinmóð. Lengi lifi Perú,“ sagði Castillo við stuðningsmenn sína. Pedro Castillo ávarpar stuðningsmenn sína þegar niðurstöður útgönguspár lágu fyrir.Stringer/EPA Sigurvegarans bíður ærið verkefni Ljóst er að nokkrir dagar gætu liðið þar til endanlegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Sigurvegari þeirra mun væntanlega eiga fullt í fangi með nýja starfið enda hefur Perú farið verr út úr faraldri COVID-19 en flest önnur lönd. Hvergi í heiminum hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Perú, sé miðað við höfðatölu. Um 180.000 hafa látist í landinu en íbúar þess eru einungis um 33 milljónir. Auk gríðarlegs mannfalls hefur faraldurinn leikið efnahag landsins grátt. Tæplega þriðjungur íbúa landsins telst nú vera undir fátæktarmörkum. Perú Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Kosningarnar sem fóru fram í Perú í gær eru einar þær mikilvægustu í sögu landsins. Stjórnmálakrísa hefur ríkt í landinu undanfarið, til dæmis gegndu þrír embætti forseta á einni viku í nóvember síðastliðnum. Val kjósenda í Perú stendur á milli tveggja gjörólíkra stjórnmálastefna. Keiko Fujimori er leiðtogi Fuerza Popular, helsta íhaldssflokks Perú. Þá er hún einnig dóttir Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins. Alberto var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir brot í starfi. Sósíalískur bændasonur Andstæðingur Fujimori, Pedro Castillo, er aftur á móti vinstrisinnaður grunnskólakennari og formaður sósíalistaflokksins Frjálst Perú. Hann hefur lofað að umturna stjórnarskrá landsins, breyta auðlindakerfinu, stofna ráðuneyti vísinda, og mörgu fleiru. „Hvernig má vera að, í svona efnuðu landi, sé svo mikil eymd, svo mikill ójöfnuður, og að einungis þeir stóru hagnist, jafn vel þó þeir vinni ekki,“ segir Castillo í samtali við CNN. Munur milli borga og sveita Keiko Fujimori nýtur mikils stuðnings í borgum Perú en sveitirnar styðja Castillo. Þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin er Fujimori með 0,7 prósenta forskot á Castillo. Forskot hennar minnkar eftir því sem fleiri atkvæði úr sveitum landsins eru talin. Þegar fyrstu tölur voru tilkynntar var forskot hennar 5,8 prósent þegar 42 prósent atkvæða höfðu verið talin. Stuðningsmenn beggja fagna sigri Við birtingu fyrstu talna brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Fujimori fyrir utan höfuðstöðvar Fuerza Popular í höfuðborginni Lima. „Það sem við þurfum að stefna að er sameining allra Perúbúa. Þess vegna bið ég báða hópa um rólegheit, þolinmæði og frið, bæði þá sem kusu okkur og þá sem kusu okkur ekki,“ er haft eftir Keiko Fujimori. Útgönguspár spáðu Castillo hins vegar sigri og brugðust stuðningsmenn hans við með því að halda út á götur Tacabamba og kalla „Við unnum!“ Við það tilefni óskaði Castillo eftir þolinmæði Perúbúa. „Við treystum á vilja fólksins og vonum að í dag, á þessari lýðræðishátíð, verðum við róleg og þolinmóð. Lengi lifi Perú,“ sagði Castillo við stuðningsmenn sína. Pedro Castillo ávarpar stuðningsmenn sína þegar niðurstöður útgönguspár lágu fyrir.Stringer/EPA Sigurvegarans bíður ærið verkefni Ljóst er að nokkrir dagar gætu liðið þar til endanlegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Sigurvegari þeirra mun væntanlega eiga fullt í fangi með nýja starfið enda hefur Perú farið verr út úr faraldri COVID-19 en flest önnur lönd. Hvergi í heiminum hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Perú, sé miðað við höfðatölu. Um 180.000 hafa látist í landinu en íbúar þess eru einungis um 33 milljónir. Auk gríðarlegs mannfalls hefur faraldurinn leikið efnahag landsins grátt. Tæplega þriðjungur íbúa landsins telst nú vera undir fátæktarmörkum.
Perú Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent