„Erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringin á slæmu gengi Sigríðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 19:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði telur „erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringu á slæmu gengi Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30
Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32