„Erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringin á slæmu gengi Sigríðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 19:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði telur „erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringu á slæmu gengi Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30
Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32