Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ritstjórn skrifar
Hádegisfréttir á Bylgjunni hefjast klukkan 12:00.
Hádegisfréttir á Bylgjunni hefjast klukkan 12:00. vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf verður farið yfir niðurstöður úr prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík þar sem utanríkisráðherra hafði betur gegn dómsmálaráðherra um fyrsta sætið.

Við ræðum við Guðlaug Þór Þórðarson en einnig Brynjar Níelsson og Sigríði Á. Andersen sem búast ekki við því að taka sæti á listanum.

Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór fram í gær. Formaður Læknafélagsins deilir á nýja könnun BSBR þar sem kom fram yfirgæfandi stuðningur við opinbert heilbrigðiskerfi.

Við skoðum dagskrá Sjómannadagsins og heyrum af nýrri brú yfir Ölfusá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×