Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:02 Dagar Brynjars Níelssonar á Alþingi gætu verið taldir. Hann segist ekki reikna með að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í haust. Vísir/Vilhelm Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39