Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 10:11 Diljá Mist Einarsdóttir. Aðsend Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39