Pútín espir Bandaríkjamenn upp fyrir leiðtogafund með Biden Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 12:51 Pútín ræddi við viðskiptaforkólfa á ráðstefnu í Pétursborg og nýtti tækifærið til að kynda undir fyrir fund sinn við Biden í þarnæstu viku. AP/Dmitrí Lovetskí Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi. Andað hefur köldu á milli stjórnvalda í Kreml annars vegar og í Washington-borg hins vegar undanfarin ár. Innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014, afskipti af bandarískum kosningum, tölvuárásir og tilræði gegn við rússneska fyrrverandi njósnara á enskri grundu árið 2018 hefur orðið Bandaríkjunum og bandalagsríkjum þeirra tilefni til að leggja refsiaðgerðir á Rússa. Nú ætla Pútín og Biden að funda í Genf í Sviss 16. júní til að freista þess að draga úr spennunni í samskiptum ríkjanna. Uppreisnarmennirnir ekki bara ræningar og óeirðarseggir Það fer þó ekki vel af stað því Pútín virtist vísvitandi reyna að espa upp Bandaríkjastjórn með ummælum sem hann lét falla um árásina á bandaríska þinghúsið á ráðstefnu í Pétursborg í gær. Þar hélt hann því fram að það væri tvískinnungur af hálfu Bandaríkjastjórnar að gagnrýna herferð hvítrússneskra stjórnvalda gegn stjórnarandstæðingum þar í landi í ljósi þess að bandarísk yfirvöld sæktu nú til saka stuðningsmenn Trump. „Þetta var ekki bara hópur ræningja og óeirðarseggja. Þetta fólk hafði uppi pólitískar kröfur,“ sagði Pútín um stuðningsmenn Trump sem réðust á þinghúsið, börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna í nóvember að áeggjan Trump. Nokkrir lögreglumenn særðust alvarlega í átökunum við árásarfólkið og einn þeirra lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum. Tveir lögreglumenn sviptu sig lífi dagana á eftir árásina. Hvítrússneskir lögreglumenn leiða burt mótmælanda í Minsk í janúar. Lúkasjenka hefur tekið hart á mótmælum eftir forsetakosningar í ágúst sem stjórnarandstaðan segir að hafi verið sviksamlegar.Vísir/EPA Um fimm hundruð uppreisnarmannanna hafa verið handteknir fyrir aðild að árásinni og margir þeirra hafa verið ákærðir. Lagði Pútín þannig að jöfnu saksókn fólksins sem réðst á þinghúsið við aðgerðir ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að berja niður andóf gegn sér í kjölfar forsetakosninga í fyrra þar sem kosningasvik eru talin hafa grasserað. Hundruð hvítrússneskra stjórnarandstæðinga hafa verið handtekin og beitt ofbeldi á undanförnum mánuðum. Margir stjórnarandstæðingar hafa flúið land en það hefur ekki forðað þeim öllum undan löngum armi Lúkasjenka. Hvítrússnesk yfirvöld þvinguðu þannig farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið ungan blaða- og andófsmann sem var um borð. Hann hefur síðan verið knúinn til að játa glæpi í yfirlýsingum sem yfirvöld hafa birt. Rússneskir óeirðarlögreglumenn loka götu fyrir mótmælendum sem styðja Alexei Navalní í apríl.Vísir/EPA Vísaði gagnrýni vestrænna ríkja á bug Stjórn Pútín sjálfs stendur sjálf í ströngu þessa dagana við að þrengja að veikburða stjórnarandstöðunni í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í haust. Þau fangelsuðu Alexei Navalní, einn helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrr á þessu ári, og freista þess nú að lýsa þau ólögleg öfgasamtök. Fjöldi bandamanna Navalní hefur jafnframt verið handtekinn og sætt húsleit í kjölfarið. Mótmæli til stuðnings Navalní hafa ítrekað verið lýst ólögleg og þúsundir stuðningsmanna hans hafa verið handteknir, í sumum tilfellum dregnir burt og barðir af óeirðarlögreglumönnum. Pútín vísaði gagnrýni vesturlanda á þessar aðfarir á bug á ráðstefnunni í gær og hélt því fram að Evrópuríki tækju enn harðar á mótmælendum. Vísaði hann óljóst og háðuglega til þess að mótmælendur hefðu verið skotnir í augað með „lýðræðislegum gúmmíkúlum“. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mögulega hafi Pútín vísað til þess að franskir lögreglumenn hafi skotið gúmmíkúlum á þátttakendur í mótmælum sem voru kennd við gul vesti árið 2018. Rússneski forsetinn hefur lengi freistað þess selja löndum sínum þá hugmynd að grasið í vestrænum lýðræðisríkjum sé engu grænna en í ríki hans þar sem stjórnvöld umbera takmarkað andóf og stjórnarandstæðingar og blaðamenn eiga á hættu að vera fangelsaðir eða drepnir. Æstur múgur stuðningsmanna Trump braust í gegnum línu lögreglumanna með ofbeldi og inn í bandaríska þinghúsið 6. janúar.Getty/Brent Stirton Rússland Bandaríkin Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. 31. maí 2021 12:41 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Andað hefur köldu á milli stjórnvalda í Kreml annars vegar og í Washington-borg hins vegar undanfarin ár. Innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014, afskipti af bandarískum kosningum, tölvuárásir og tilræði gegn við rússneska fyrrverandi njósnara á enskri grundu árið 2018 hefur orðið Bandaríkjunum og bandalagsríkjum þeirra tilefni til að leggja refsiaðgerðir á Rússa. Nú ætla Pútín og Biden að funda í Genf í Sviss 16. júní til að freista þess að draga úr spennunni í samskiptum ríkjanna. Uppreisnarmennirnir ekki bara ræningar og óeirðarseggir Það fer þó ekki vel af stað því Pútín virtist vísvitandi reyna að espa upp Bandaríkjastjórn með ummælum sem hann lét falla um árásina á bandaríska þinghúsið á ráðstefnu í Pétursborg í gær. Þar hélt hann því fram að það væri tvískinnungur af hálfu Bandaríkjastjórnar að gagnrýna herferð hvítrússneskra stjórnvalda gegn stjórnarandstæðingum þar í landi í ljósi þess að bandarísk yfirvöld sæktu nú til saka stuðningsmenn Trump. „Þetta var ekki bara hópur ræningja og óeirðarseggja. Þetta fólk hafði uppi pólitískar kröfur,“ sagði Pútín um stuðningsmenn Trump sem réðust á þinghúsið, börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna í nóvember að áeggjan Trump. Nokkrir lögreglumenn særðust alvarlega í átökunum við árásarfólkið og einn þeirra lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum. Tveir lögreglumenn sviptu sig lífi dagana á eftir árásina. Hvítrússneskir lögreglumenn leiða burt mótmælanda í Minsk í janúar. Lúkasjenka hefur tekið hart á mótmælum eftir forsetakosningar í ágúst sem stjórnarandstaðan segir að hafi verið sviksamlegar.Vísir/EPA Um fimm hundruð uppreisnarmannanna hafa verið handteknir fyrir aðild að árásinni og margir þeirra hafa verið ákærðir. Lagði Pútín þannig að jöfnu saksókn fólksins sem réðst á þinghúsið við aðgerðir ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að berja niður andóf gegn sér í kjölfar forsetakosninga í fyrra þar sem kosningasvik eru talin hafa grasserað. Hundruð hvítrússneskra stjórnarandstæðinga hafa verið handtekin og beitt ofbeldi á undanförnum mánuðum. Margir stjórnarandstæðingar hafa flúið land en það hefur ekki forðað þeim öllum undan löngum armi Lúkasjenka. Hvítrússnesk yfirvöld þvinguðu þannig farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið ungan blaða- og andófsmann sem var um borð. Hann hefur síðan verið knúinn til að játa glæpi í yfirlýsingum sem yfirvöld hafa birt. Rússneskir óeirðarlögreglumenn loka götu fyrir mótmælendum sem styðja Alexei Navalní í apríl.Vísir/EPA Vísaði gagnrýni vestrænna ríkja á bug Stjórn Pútín sjálfs stendur sjálf í ströngu þessa dagana við að þrengja að veikburða stjórnarandstöðunni í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í haust. Þau fangelsuðu Alexei Navalní, einn helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrr á þessu ári, og freista þess nú að lýsa þau ólögleg öfgasamtök. Fjöldi bandamanna Navalní hefur jafnframt verið handtekinn og sætt húsleit í kjölfarið. Mótmæli til stuðnings Navalní hafa ítrekað verið lýst ólögleg og þúsundir stuðningsmanna hans hafa verið handteknir, í sumum tilfellum dregnir burt og barðir af óeirðarlögreglumönnum. Pútín vísaði gagnrýni vesturlanda á þessar aðfarir á bug á ráðstefnunni í gær og hélt því fram að Evrópuríki tækju enn harðar á mótmælendum. Vísaði hann óljóst og háðuglega til þess að mótmælendur hefðu verið skotnir í augað með „lýðræðislegum gúmmíkúlum“. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mögulega hafi Pútín vísað til þess að franskir lögreglumenn hafi skotið gúmmíkúlum á þátttakendur í mótmælum sem voru kennd við gul vesti árið 2018. Rússneski forsetinn hefur lengi freistað þess selja löndum sínum þá hugmynd að grasið í vestrænum lýðræðisríkjum sé engu grænna en í ríki hans þar sem stjórnvöld umbera takmarkað andóf og stjórnarandstæðingar og blaðamenn eiga á hættu að vera fangelsaðir eða drepnir. Æstur múgur stuðningsmanna Trump braust í gegnum línu lögreglumanna með ofbeldi og inn í bandaríska þinghúsið 6. janúar.Getty/Brent Stirton
Rússland Bandaríkin Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. 31. maí 2021 12:41 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. 31. maí 2021 12:41