Einn lögmanna O.J. er dáinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 20:42 Hér má sjá F. Lee Bailey og O.J. Simpson við útför Johnnie Cockran, annars lögmanna Simpsons, árið 2005. Getty/David McNew F. Lee Bailey einn þekktasti lögmaður bandarískrar réttarsögu er látinn, 87 ára að aldri. Bailey var verjandi margra þekktra einstaklinga, þar á meðal O.J. Simpson, Albert DeSalvo, sem er betur þekktur sem Boston Strangler, Patty Hearst og Sam Sheppard. Áður en Bailey starfaði sem lögmaður var hann þekktur sjónvarpsþáttastjórnandi. Hann stjórnaði þættinum „Good Company“ frá árinu, þar sem hann heimsótti frægt fólk og tók viðtal við það. Árið 1983 byrjaði hann með nýjan þátt, „Lie Detector“ þar sem hann yfirheyrði gesti sína á meðan þeir voru tengdir við lygamæli. Bailey varð víðfrægur vegna O.J. Simpson morðmálsins, þar sem hann var einn verjenda Simpsons ásamt Johnnie Cochran, Robert Shapiro, Robert Kardashian og fleirum. Meðal eftirminnilegri augnablika í dómsmálinu var þegar Bailey yfirheyrði lögreglumanninn Mark Fuhrman og leiddi í ljós að Fuhrman hafi notað „n-orðið“ svokallaða. Margir telja að það hafi markað augnablikið sem kviðdómendur tóku þá afstöðu að sýkna Simpson af ákærunni. I lost a great one. F Lee Bailey you will be missed. pic.twitter.com/6s8JI3OQVB— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) June 3, 2021 Í seinni tíð gekk allt á afturfótunum hjá Bailey en árið 2001 missti hann lögmannsréttindi sín eftir að í ljós kom að hann hafði millifært peninga af reikningum skjólstæðings síns yfir á sína eigin. Árið 2009 tók hann svo lögmannsprófið í Maine og stóðst það en hlaut ekki réttindi til að starfa sem lögmaður. Ástæða þess var að yfirstjórn lögmanna í Maine taldi hann ekki nógu heiðarlegan til þess að starfa sem lögmaður. Baiey lætur eftir sig þrjú börn og fjórar fyrrverandi eiginkonur. Andlát Bandaríkin Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Áður en Bailey starfaði sem lögmaður var hann þekktur sjónvarpsþáttastjórnandi. Hann stjórnaði þættinum „Good Company“ frá árinu, þar sem hann heimsótti frægt fólk og tók viðtal við það. Árið 1983 byrjaði hann með nýjan þátt, „Lie Detector“ þar sem hann yfirheyrði gesti sína á meðan þeir voru tengdir við lygamæli. Bailey varð víðfrægur vegna O.J. Simpson morðmálsins, þar sem hann var einn verjenda Simpsons ásamt Johnnie Cochran, Robert Shapiro, Robert Kardashian og fleirum. Meðal eftirminnilegri augnablika í dómsmálinu var þegar Bailey yfirheyrði lögreglumanninn Mark Fuhrman og leiddi í ljós að Fuhrman hafi notað „n-orðið“ svokallaða. Margir telja að það hafi markað augnablikið sem kviðdómendur tóku þá afstöðu að sýkna Simpson af ákærunni. I lost a great one. F Lee Bailey you will be missed. pic.twitter.com/6s8JI3OQVB— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) June 3, 2021 Í seinni tíð gekk allt á afturfótunum hjá Bailey en árið 2001 missti hann lögmannsréttindi sín eftir að í ljós kom að hann hafði millifært peninga af reikningum skjólstæðings síns yfir á sína eigin. Árið 2009 tók hann svo lögmannsprófið í Maine og stóðst það en hlaut ekki réttindi til að starfa sem lögmaður. Ástæða þess var að yfirstjórn lögmanna í Maine taldi hann ekki nógu heiðarlegan til þess að starfa sem lögmaður. Baiey lætur eftir sig þrjú börn og fjórar fyrrverandi eiginkonur.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira