Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júní 2021 18:35 Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira