ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir lagði mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana. Í fyrra, eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum og samkomubann var á Íslandi, æfði hún til að mynda í þessari uppblásnu laug í bílskúrnum heima hjá sér. vísir/vilhelm Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira