Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 11:43 Meðan borðinn var enn uppi létu margir sér fátt um finnast og fóru samt upp á „Gónhól,“ eins og hann hefur verið kallaður. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira