Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 11:43 Meðan borðinn var enn uppi létu margir sér fátt um finnast og fóru samt upp á „Gónhól,“ eins og hann hefur verið kallaður. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira