Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 11:43 Meðan borðinn var enn uppi létu margir sér fátt um finnast og fóru samt upp á „Gónhól,“ eins og hann hefur verið kallaður. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira