Vissir þú þetta um næringarfræði og næringarfræðinga? Geir Gunnar Markússon skrifar 3. júní 2021 11:00 Hippókrates (460 f.Kr. – um 377 f.Kr.) sem oft er nefndur faðir læknisfræðinnar sagði „notum mat sem lyf og lyf sem mat“. Læknisfræði nútímans er nú því miður mun meiri lyflæknisfræði en næringarlæknsifræði. Jónas Kristjánsson læknir (1870-1960) og stofandi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði sagði “Fæðan er það efni, sem líkami manna og dýra er úr gerður. Heilbrigði er fyrst og fremst komin undir eðlilegri næringu.” Þessi gamla og góða speki um mikilvægi næringarinnar er alltaf að koma betur og betur í ljós. Því nútímamaðurinn er að kála heilsu sínu og lífi með eigin velmegun, þ.e.a.s. lífsstílssjúkdómum sem eiga örsök sína að stórum hluta í lélegu mataræði. Samkvæmt skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þá er slæmt mataræði stærsti einstaki áhættuþátturinn að baki heildarsjúkdómsbyrgði Íslendinga. Þó að næring sé einn af grunnþáttum lífs og heilbrigðis okkar þá er næringarfræði sem vísindagrein mjög ung. Það var á árunum 1913-1948 sem vítamínin og hlutverk þeirra voru uppgötvuð. Á þessum tíma voru næringartengdir sjúkdómar skilgreindir og lækning á þeim fundin s.s skyrbjlúgur (C-vítamínskortur), beri-beri (þíamínskortur), pellagra (níasínskortur), beinkröm í börnum (D-vítamínskortur), þurr augu (xerophtalmia, A-vítamínskortur) og blóðleysi (járn- og/eða B12-vítamínskortur). Orðið vítamín er dregið af orðinu vita sem þýðir líf á latínu og amin, því það var talið í fyrstu að vítamín væru hlutar af amínósýrum. Næringarfræði er vísindagrein sem kennd er á háskólastigi og bíður upp á grunnnám (BS gráða), framhaldsnám (MS gráða) eða doktorsnám (PhD gráða) Næringarfræðingur og næringarráðgjafi eru lögvernduð starfheiti á Íslandi og er gerð krafa um fimm ára háskólanám (meistaragráðu) í faginu. Næringarfræði er heilbrigðisvísindagrein og veitir m.a. innsýn í efnafræði, lífeðlisfræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, ónæmisfræði, sálfræði, örverufræði og stærðfræði. Nám og störf í næringarfræði bjóða því upp á mikla sérhæfingu innan fagsins s.s klínískt-, íþrótta og lýðheilsunæringarfræð,rannsókna og vísindastarf. Dr. Jón Óttar Ragnarsson sem stofnaði Stöð 2 árið 1986 er næringarfræðingur að mennt frá Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum. Hann átti einnig þátt í að námsbraut í matvæla- og næringarfræðum var sett á laggirnar við Háskóla Íslands árið 1977. Í dag er næringarfræði kvennastétt. Þó ég hafi ekki tölur yfir kynjaskiptuna í faginu þá sé ég þetta vel á fundum, ráðstefnum og störfum með kollegum mínum hérlendis og erlendis. Þannig að ég ákalla kynbræður mína sem hafa áhuga á næringarfræði að mennta sig í þessu spennandi fagi til að viðhalda fjölbreytileika næringarfræðinga.Vert er að benda á í þessu samhengi að hægt er að sækja um grunnnám í næringarfræði við HÍ til 5.júní n.k. Næringarfræðingar nútímans eru lítið í því að telja hitaeiningar ofan í fólk eins og margir virðast halda. Leiðbeiningar næringarfræðinga til að vinna á ofþyngd fólks snýst meira um að kenna svengdarvitund, skammtastærðir og koma reglu á máltíðir. Framtíðar næringarráðleggingar munu að stóru leyti snúa að því að efla þarmaflóru fólks. Það er mín trú að það verði jafneðlilegt í framtíðinni að skila inn saursýni eins og það er að taka blóðprufu í dag, til að greina næringarástand. Þrátt fyrir að næring sé ein grunnforsendum heilbrigðis eru sjálfstætt starfandi næringarfræðingar ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um niðurgreiðslu á sinni þjónustu líkt og læknar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og sálfræðingar (reyndar meira í orði en á borði). Einnig eru sárafáir næringarfræðingar starfandi við heilsugæslustöðvar landsins, endurhæfingarstofnanir og aðrar heilbrigðisstofnir. Það er sorglegt að heilbrigðisyfirvöld og þeir sem stýra heilbrigðisstofnunum hafi ekki enn gert sér grein fyrir mikilvægi næringar í heilbrigði fólks. Það er því kannski ekki skrítið að lífsstílssjúkdómar séu að aukast í samfélagi okkar þegar eins stór hlekkur og næring er vanrækt (fjársvelt) þegar kemur að heilsueflingu landsmanna! Þörf fyrir velmenntaða næringarfræðinga hefur líklega aldrei verið meiri en á þessari upplýsingaöld sem við lifum. Því mikið af óábyrgum, röngum og villandi skilaboðum um heilsu og næringu er dælt út á netinu, samfélagsmiðlum og í bókaformi. Almenningur er almennt orðinn ringlaður á misvísandi upplýsingum um næringu og heilsu. Á þessum 3 mínútum sem þú tókst í að lesa þessa grein var líkaminn á fullu að vinna og notaði við það orkuna (næringuna) sem þú neyttir. Hjartað dældi um 15L af blóði (vonandi járn- og súrefnisríku ef þú ert vel nærð/ur), næringarefni kvöldmatarins eru komin í smáþarmana þar sem upptaka næringarefnanna fer fram og heilinn notaði bara kolvetni (glúkosa) við lestur þessarar greinar. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hippókrates (460 f.Kr. – um 377 f.Kr.) sem oft er nefndur faðir læknisfræðinnar sagði „notum mat sem lyf og lyf sem mat“. Læknisfræði nútímans er nú því miður mun meiri lyflæknisfræði en næringarlæknsifræði. Jónas Kristjánsson læknir (1870-1960) og stofandi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði sagði “Fæðan er það efni, sem líkami manna og dýra er úr gerður. Heilbrigði er fyrst og fremst komin undir eðlilegri næringu.” Þessi gamla og góða speki um mikilvægi næringarinnar er alltaf að koma betur og betur í ljós. Því nútímamaðurinn er að kála heilsu sínu og lífi með eigin velmegun, þ.e.a.s. lífsstílssjúkdómum sem eiga örsök sína að stórum hluta í lélegu mataræði. Samkvæmt skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þá er slæmt mataræði stærsti einstaki áhættuþátturinn að baki heildarsjúkdómsbyrgði Íslendinga. Þó að næring sé einn af grunnþáttum lífs og heilbrigðis okkar þá er næringarfræði sem vísindagrein mjög ung. Það var á árunum 1913-1948 sem vítamínin og hlutverk þeirra voru uppgötvuð. Á þessum tíma voru næringartengdir sjúkdómar skilgreindir og lækning á þeim fundin s.s skyrbjlúgur (C-vítamínskortur), beri-beri (þíamínskortur), pellagra (níasínskortur), beinkröm í börnum (D-vítamínskortur), þurr augu (xerophtalmia, A-vítamínskortur) og blóðleysi (járn- og/eða B12-vítamínskortur). Orðið vítamín er dregið af orðinu vita sem þýðir líf á latínu og amin, því það var talið í fyrstu að vítamín væru hlutar af amínósýrum. Næringarfræði er vísindagrein sem kennd er á háskólastigi og bíður upp á grunnnám (BS gráða), framhaldsnám (MS gráða) eða doktorsnám (PhD gráða) Næringarfræðingur og næringarráðgjafi eru lögvernduð starfheiti á Íslandi og er gerð krafa um fimm ára háskólanám (meistaragráðu) í faginu. Næringarfræði er heilbrigðisvísindagrein og veitir m.a. innsýn í efnafræði, lífeðlisfræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, ónæmisfræði, sálfræði, örverufræði og stærðfræði. Nám og störf í næringarfræði bjóða því upp á mikla sérhæfingu innan fagsins s.s klínískt-, íþrótta og lýðheilsunæringarfræð,rannsókna og vísindastarf. Dr. Jón Óttar Ragnarsson sem stofnaði Stöð 2 árið 1986 er næringarfræðingur að mennt frá Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum. Hann átti einnig þátt í að námsbraut í matvæla- og næringarfræðum var sett á laggirnar við Háskóla Íslands árið 1977. Í dag er næringarfræði kvennastétt. Þó ég hafi ekki tölur yfir kynjaskiptuna í faginu þá sé ég þetta vel á fundum, ráðstefnum og störfum með kollegum mínum hérlendis og erlendis. Þannig að ég ákalla kynbræður mína sem hafa áhuga á næringarfræði að mennta sig í þessu spennandi fagi til að viðhalda fjölbreytileika næringarfræðinga.Vert er að benda á í þessu samhengi að hægt er að sækja um grunnnám í næringarfræði við HÍ til 5.júní n.k. Næringarfræðingar nútímans eru lítið í því að telja hitaeiningar ofan í fólk eins og margir virðast halda. Leiðbeiningar næringarfræðinga til að vinna á ofþyngd fólks snýst meira um að kenna svengdarvitund, skammtastærðir og koma reglu á máltíðir. Framtíðar næringarráðleggingar munu að stóru leyti snúa að því að efla þarmaflóru fólks. Það er mín trú að það verði jafneðlilegt í framtíðinni að skila inn saursýni eins og það er að taka blóðprufu í dag, til að greina næringarástand. Þrátt fyrir að næring sé ein grunnforsendum heilbrigðis eru sjálfstætt starfandi næringarfræðingar ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um niðurgreiðslu á sinni þjónustu líkt og læknar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og sálfræðingar (reyndar meira í orði en á borði). Einnig eru sárafáir næringarfræðingar starfandi við heilsugæslustöðvar landsins, endurhæfingarstofnanir og aðrar heilbrigðisstofnir. Það er sorglegt að heilbrigðisyfirvöld og þeir sem stýra heilbrigðisstofnunum hafi ekki enn gert sér grein fyrir mikilvægi næringar í heilbrigði fólks. Það er því kannski ekki skrítið að lífsstílssjúkdómar séu að aukast í samfélagi okkar þegar eins stór hlekkur og næring er vanrækt (fjársvelt) þegar kemur að heilsueflingu landsmanna! Þörf fyrir velmenntaða næringarfræðinga hefur líklega aldrei verið meiri en á þessari upplýsingaöld sem við lifum. Því mikið af óábyrgum, röngum og villandi skilaboðum um heilsu og næringu er dælt út á netinu, samfélagsmiðlum og í bókaformi. Almenningur er almennt orðinn ringlaður á misvísandi upplýsingum um næringu og heilsu. Á þessum 3 mínútum sem þú tókst í að lesa þessa grein var líkaminn á fullu að vinna og notaði við það orkuna (næringuna) sem þú neyttir. Hjartað dældi um 15L af blóði (vonandi járn- og súrefnisríku ef þú ert vel nærð/ur), næringarefni kvöldmatarins eru komin í smáþarmana þar sem upptaka næringarefnanna fer fram og heilinn notaði bara kolvetni (glúkosa) við lestur þessarar greinar. Höfundur er næringarfræðingur.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun