Danir samþykkja að geta útvistað hælisleitendakerfinu til þriðja ríkis Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2021 09:54 Mette Frederiksen er forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins. EPA Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendakerfi landsins til þriðja ríkis. Yfirlýst markmið danskra stjórnvalda er að engir sæki um hæli í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt málið grafa undan alþjóðlegu samstarfi og hvatti danska þingið til að hætta við, en án árangurs. Evrópusambandið hefur sömuleiðis gagnrýnt dönsku stjórnina vegna málsins. Frumvarp ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðið að lögum, gekk út á að heimila dönskum yfirvöldum að geta flutt allt ferli fyrir umsóknir um hæli til þriðja ríkis utan Evrópu. Danskir fjölmiðlar segja Dani hafa átt í viðræðum við Afríkuríki á borð við Túnis, Eþíópíu, Egyptaland og Rúanda. Engir samningar eru þó í höfn, en samkvæmt frumvarpinu myndi Danmörk standa fyrir kostnaðinum þó að þriðja ríkið myndi halda utan um sjálfa framkvæmdina. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Venstre, tilkynnti í morgun að þingflokkurinn styddi frumvarpið og var það svo samþykkt á danska þinginu í morgun með miklum meirihluta. Danmörk stæði straum af kostnaði Hugmyndin gengur út á að miðstöð fyrir móttöku hælisleitenda verði komið upp í öðru landi þar sem tekið verði á móti hælisumsóknum. Flóttamenn sem sækja um hæli í Danmörku munu því ekki dvelja í Danmörku á meðan umsóknin er tekin fyrir. Fái hælisleitandi synjun yrði það þriðja ríkið sem sæi um brottvísun viðkomandi, þó að Danmörk myndi standa straum af kostnaðinum. Jafnaðarmannaflokkurinn segir að þetta fæli í sér að flóttamenn þyrftu ekki lengur að þurfa að leggja í hættumiklar ferðir til Evrópu, meðal annars yfir Miðjarðarhaf. Sömuleiðis muni kerfið grafa undan starfsemi manna sem reyna að hafa fólk á flótta að féþúfu. Danmörk Flóttamenn Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt málið grafa undan alþjóðlegu samstarfi og hvatti danska þingið til að hætta við, en án árangurs. Evrópusambandið hefur sömuleiðis gagnrýnt dönsku stjórnina vegna málsins. Frumvarp ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðið að lögum, gekk út á að heimila dönskum yfirvöldum að geta flutt allt ferli fyrir umsóknir um hæli til þriðja ríkis utan Evrópu. Danskir fjölmiðlar segja Dani hafa átt í viðræðum við Afríkuríki á borð við Túnis, Eþíópíu, Egyptaland og Rúanda. Engir samningar eru þó í höfn, en samkvæmt frumvarpinu myndi Danmörk standa fyrir kostnaðinum þó að þriðja ríkið myndi halda utan um sjálfa framkvæmdina. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Venstre, tilkynnti í morgun að þingflokkurinn styddi frumvarpið og var það svo samþykkt á danska þinginu í morgun með miklum meirihluta. Danmörk stæði straum af kostnaði Hugmyndin gengur út á að miðstöð fyrir móttöku hælisleitenda verði komið upp í öðru landi þar sem tekið verði á móti hælisumsóknum. Flóttamenn sem sækja um hæli í Danmörku munu því ekki dvelja í Danmörku á meðan umsóknin er tekin fyrir. Fái hælisleitandi synjun yrði það þriðja ríkið sem sæi um brottvísun viðkomandi, þó að Danmörk myndi standa straum af kostnaðinum. Jafnaðarmannaflokkurinn segir að þetta fæli í sér að flóttamenn þyrftu ekki lengur að þurfa að leggja í hættumiklar ferðir til Evrópu, meðal annars yfir Miðjarðarhaf. Sömuleiðis muni kerfið grafa undan starfsemi manna sem reyna að hafa fólk á flótta að féþúfu.
Danmörk Flóttamenn Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira