Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:21 Yair Lapid, leiðtogi Yesh Atid, mun leiða ríkisstjórn Ísraels ásamt Naftali Bennett, formanni Yamina flokksins. Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, tilkynnti fyrir stuttu að átta flokkar muni mynda saman stjórn. Stjórnarfyrirkomulaginu verður þannig háttað að flokkarnir munu skiptast á að stjórna embættum og mun Naftali Bennett, formaður Yamina flokksins, verða fyrsti forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar áður en Lapid tekur við embættinu seinna á kjörtímabilinu. Áður en ríkisstjórnin tekur til starfa þarf ísraelska þingið að samþykkja hana með atkvæðagreiðslu. Lapid segir í yfirlýsingu að hann hafi tilkynnt Reuven Rivlin, forseta Ísraels, um stjórnarmyndunina. „Ég heiti því að þessi ríkisstjórn mun starfa í þágu ísraelskra borgara, þeirra sem kusu okkur og þeirra sem kusu okkur ekki.“ Hann hét því jafnframt að meirihlutinn muni bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni og gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að sameina alla hluta ísraelsks samfélags. Lapid og Bennett munu fara fyrir ríkisstjórninni og mun Lapid taka við embætti forsætisráðherra þann 27. ágúst 2023. Rivlin forseti hefur boðað þingfund og mun þingið koma saman eins fljótt og auðið er til þess að greiða atkvæði um ríkisstjórnina. Þeir flokkar sem eru í samsteypustjórninni eru eftirfarandi: Yesh Atid, Kahol Lavan, Israel Beiteinu, Labor, Yamina, New Hope, Meretz og Ra‘am. Mistakist flokkunum að hljóta kjör þingsins til að starfa sem ríkisstjórn mun þurfa að boða til fimmtu þingkosninganna á tveimur árum. Ísrael Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, tilkynnti fyrir stuttu að átta flokkar muni mynda saman stjórn. Stjórnarfyrirkomulaginu verður þannig háttað að flokkarnir munu skiptast á að stjórna embættum og mun Naftali Bennett, formaður Yamina flokksins, verða fyrsti forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar áður en Lapid tekur við embættinu seinna á kjörtímabilinu. Áður en ríkisstjórnin tekur til starfa þarf ísraelska þingið að samþykkja hana með atkvæðagreiðslu. Lapid segir í yfirlýsingu að hann hafi tilkynnt Reuven Rivlin, forseta Ísraels, um stjórnarmyndunina. „Ég heiti því að þessi ríkisstjórn mun starfa í þágu ísraelskra borgara, þeirra sem kusu okkur og þeirra sem kusu okkur ekki.“ Hann hét því jafnframt að meirihlutinn muni bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni og gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að sameina alla hluta ísraelsks samfélags. Lapid og Bennett munu fara fyrir ríkisstjórninni og mun Lapid taka við embætti forsætisráðherra þann 27. ágúst 2023. Rivlin forseti hefur boðað þingfund og mun þingið koma saman eins fljótt og auðið er til þess að greiða atkvæði um ríkisstjórnina. Þeir flokkar sem eru í samsteypustjórninni eru eftirfarandi: Yesh Atid, Kahol Lavan, Israel Beiteinu, Labor, Yamina, New Hope, Meretz og Ra‘am. Mistakist flokkunum að hljóta kjör þingsins til að starfa sem ríkisstjórn mun þurfa að boða til fimmtu þingkosninganna á tveimur árum.
Ísrael Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15
Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08
Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38