Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:11 Herzog mun hafa takmörkuð völd sem forseti, þar sem embættið er að mestu táknrænt. Getty/SOPA Images Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. Herzog er 60 ára gamall og tilheyrir þekktri fjölskyldu. Faðir hans, Chaim Herzog, var forseti Ísraels á árunum 1983 til 1993 og frændi hans, Abba Eban, var fyrsti utanríkisráðherra Ísraels. Þá var afi Herzog fyrsti æðsti rabbíni landsins. Herzog var formaður Verkalýðsflokks Ísraels og leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Í þingkosningunum árið 2015 bauð hann sig fram gegn forsætisráðherranum, Benjamin Netanjahú, sem hafði betur. Herzog hætti á þingi fyrir þremur árum og hefur síðan þá leitt góðgerðasamtök gyðinga sem vinna náið með ríkisstjórninni að því að efla innflytjendamál í landinu. Eitt af verkefnum Herzog verður að fá leiðtoga stjórnmálaflokkanna til þess að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar. En haldnar hafa verið fjórar þingkosningar á síðustu tveimur árum vegna langvarandi stjórnmálakreppu í landinu. Herzog mun einnig hafa náðunarvald, sem gæti sett hann í viðkvæma stöðu þar sem forsætisráðherrann sjálfur, Netanjahú, hefur verið ákærður fyrir spillingu. Herzog tekur við embættinu þann 9. júlí og situr þá í sjö ár. Ísrael Tengdar fréttir Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Herzog er 60 ára gamall og tilheyrir þekktri fjölskyldu. Faðir hans, Chaim Herzog, var forseti Ísraels á árunum 1983 til 1993 og frændi hans, Abba Eban, var fyrsti utanríkisráðherra Ísraels. Þá var afi Herzog fyrsti æðsti rabbíni landsins. Herzog var formaður Verkalýðsflokks Ísraels og leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Í þingkosningunum árið 2015 bauð hann sig fram gegn forsætisráðherranum, Benjamin Netanjahú, sem hafði betur. Herzog hætti á þingi fyrir þremur árum og hefur síðan þá leitt góðgerðasamtök gyðinga sem vinna náið með ríkisstjórninni að því að efla innflytjendamál í landinu. Eitt af verkefnum Herzog verður að fá leiðtoga stjórnmálaflokkanna til þess að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar. En haldnar hafa verið fjórar þingkosningar á síðustu tveimur árum vegna langvarandi stjórnmálakreppu í landinu. Herzog mun einnig hafa náðunarvald, sem gæti sett hann í viðkvæma stöðu þar sem forsætisráðherrann sjálfur, Netanjahú, hefur verið ákærður fyrir spillingu. Herzog tekur við embættinu þann 9. júlí og situr þá í sjö ár.
Ísrael Tengdar fréttir Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08
Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38