Vill lobbía fyrir veiðimanninum og frambjóðandanum Guðlaugi Þór Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2021 14:01 Ýmsir skotveiðimenn eru áfram um að veiðimaðurinn Guðlaugur Þór hljóti góða kosningu í Reykjavík. vísir/vilhelm/skjáskot Skotveiðimenn sumir hverjir vilja styðja Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í prófkjörsslag en það er umdeilt. Einar Haraldsson leiðsögumaður og byggingatæknifræðingur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og hefur birt tilkomumikla mynd af honum í ýmsum hópum þar sem veiðar eru til umræðu. Þar má sjá Guðlaug Þór stilla sér upp hjá myndarlegum tarfi sem hann hefur fellt, nánar tiltekið á svæði 2 þar sem heitir Þuríðardalur. „Þurfum Guðlaug Þór Þórðarson í toppsæti. Allt of fáir veiðimenn á þingi. Kjósið alla veiðimenn í öllum prófkjörum!“ segir Einar í Facebook-hópi sem heitir Hreindýraveiðispjallið. Og birtir téða mynd. Umdeildur áróður fyrir Guðlaug Þór Einar kemur þessum skilaboðum einnig á framfæri í öðrum Facebook-hópi sem heitir Skotveiðispjallið. Þar segir hann: „Eini þingmaðurinn og ráðherrann sem ég hef leiðsagt við hreindýraveiðar. Mér er slétt sama hvað þið kjósið í kosningum en þurfum Gulla (Guðlaugur Þór Þórðarson) í toppsæti. Kjósum í öllum prófkjörum!“ Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður umhverfisstofnunar, sem annast skipulag á hreindýraveiðum fyrir austan segir í athugasemd að hans skoðun sé sú að svona spjallsíður eigi ekki að nota í pólitískum tilgangi. Þær séu ekki til þess ætlaðar. Einar segist, í samtali við Vísi, alveg skilja hvað Jóhann sé að meina. Og hann sé öðrum þræði sammála honum. Þetta eigi ekki að vera pólitískur vettvangur. En til hins beri að líta að um er að ræða prófkjörsbaráttu, ekki flokkapólitík í sjálfu sér. „Ég ætla ekki að hamast í að segja mönnum hvaða flokk það á að kjósa. Þetta snýst um að fá fólk inn sem þekkir til. Við eigum ekki að vera feimin við að lobbía fyrir þeim sem vilja gera hlutina skynsamlega. Burtséð frá því hvaða flokkum þeir tilheyra.“ Vill fá veiðimenn á þing og í forystu Myndin sem Einar birtir af Guðlaugi er um tíu ára gömul. Einar segist hafa farið tvisvar með Guðlaug Þór á hreindýraveiðar sem og á svartfuglsveiðar. Honum þykir gæta verulegrar firringar í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálamanna í öllu því sem lýtur að veiðum. Einar hefur setið í stjórn Skotvís og þekkir þá baráttu mæta vel. Einar á gæsaveiðum. Hann segir bráðnauðsynlegt að vegur veiðimanna í prófkjörum verði sem mestur. Mikillar firringar gæti í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálastéttarinnar á veiðum og í ýmsu því er snýr að hálendinu.aðsend Hann vísar í því sambandi til fyrirhugaðra laga um hálendisþjóðgarð, nýja veiðilöggjöf og skotvopnalöggjöf þar sem honum sýnist gæta mikillar vanþekkingar. „Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að opna kjaftinn. Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Þekkja hálendið. Það skiptir öllu máli,“ segir Einar. Eins og Vísir greindi frá í morgun er nú yfirstandandi mikil barátta í Reykjavík um leiðtogasætið, milli Guðlaugs Þórs og svo Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Guðlaugur Þór er þekktur afreksmaður í kosningabaráttu en Áslaug Arna, sem tilheyrir annarri kynslóð, sækir inn á áður óþekktar lendur sem eru samfélagsmiðlarnir – Instagram og þar hefur andinn verið sá að veiðar séu ekkert endilega eitthvað sem hafa á í hávegum. Spennandi verður, meðal annars í því ljósi, að sjá hvernig fer. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skotveiði Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skotvopn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Einar Haraldsson leiðsögumaður og byggingatæknifræðingur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og hefur birt tilkomumikla mynd af honum í ýmsum hópum þar sem veiðar eru til umræðu. Þar má sjá Guðlaug Þór stilla sér upp hjá myndarlegum tarfi sem hann hefur fellt, nánar tiltekið á svæði 2 þar sem heitir Þuríðardalur. „Þurfum Guðlaug Þór Þórðarson í toppsæti. Allt of fáir veiðimenn á þingi. Kjósið alla veiðimenn í öllum prófkjörum!“ segir Einar í Facebook-hópi sem heitir Hreindýraveiðispjallið. Og birtir téða mynd. Umdeildur áróður fyrir Guðlaug Þór Einar kemur þessum skilaboðum einnig á framfæri í öðrum Facebook-hópi sem heitir Skotveiðispjallið. Þar segir hann: „Eini þingmaðurinn og ráðherrann sem ég hef leiðsagt við hreindýraveiðar. Mér er slétt sama hvað þið kjósið í kosningum en þurfum Gulla (Guðlaugur Þór Þórðarson) í toppsæti. Kjósum í öllum prófkjörum!“ Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður umhverfisstofnunar, sem annast skipulag á hreindýraveiðum fyrir austan segir í athugasemd að hans skoðun sé sú að svona spjallsíður eigi ekki að nota í pólitískum tilgangi. Þær séu ekki til þess ætlaðar. Einar segist, í samtali við Vísi, alveg skilja hvað Jóhann sé að meina. Og hann sé öðrum þræði sammála honum. Þetta eigi ekki að vera pólitískur vettvangur. En til hins beri að líta að um er að ræða prófkjörsbaráttu, ekki flokkapólitík í sjálfu sér. „Ég ætla ekki að hamast í að segja mönnum hvaða flokk það á að kjósa. Þetta snýst um að fá fólk inn sem þekkir til. Við eigum ekki að vera feimin við að lobbía fyrir þeim sem vilja gera hlutina skynsamlega. Burtséð frá því hvaða flokkum þeir tilheyra.“ Vill fá veiðimenn á þing og í forystu Myndin sem Einar birtir af Guðlaugi er um tíu ára gömul. Einar segist hafa farið tvisvar með Guðlaug Þór á hreindýraveiðar sem og á svartfuglsveiðar. Honum þykir gæta verulegrar firringar í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálamanna í öllu því sem lýtur að veiðum. Einar hefur setið í stjórn Skotvís og þekkir þá baráttu mæta vel. Einar á gæsaveiðum. Hann segir bráðnauðsynlegt að vegur veiðimanna í prófkjörum verði sem mestur. Mikillar firringar gæti í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálastéttarinnar á veiðum og í ýmsu því er snýr að hálendinu.aðsend Hann vísar í því sambandi til fyrirhugaðra laga um hálendisþjóðgarð, nýja veiðilöggjöf og skotvopnalöggjöf þar sem honum sýnist gæta mikillar vanþekkingar. „Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að opna kjaftinn. Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Þekkja hálendið. Það skiptir öllu máli,“ segir Einar. Eins og Vísir greindi frá í morgun er nú yfirstandandi mikil barátta í Reykjavík um leiðtogasætið, milli Guðlaugs Þórs og svo Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Guðlaugur Þór er þekktur afreksmaður í kosningabaráttu en Áslaug Arna, sem tilheyrir annarri kynslóð, sækir inn á áður óþekktar lendur sem eru samfélagsmiðlarnir – Instagram og þar hefur andinn verið sá að veiðar séu ekkert endilega eitthvað sem hafa á í hávegum. Spennandi verður, meðal annars í því ljósi, að sjá hvernig fer.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skotveiði Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skotvopn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira