„Þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 13:31 Það er mjög erfitt að lesa Val Orra Valsson eins og sést vel á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Valur Orri Valsson sýndi mikilvægi sitt í sigri Keflvíkinga á KR í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Domino's deild karla í körfubolta. Valur Orri fékk líka hrós í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gærkvöldi. Valur Orri var með 11 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Það vantaði reyndar skráða stolna bolta á hann. Stolni boltinn hans á Tyler Sabin í fjórða leikhluta var sem dæmi skráður á Calvin Burks Jr. Það sem er á hreinu er að Valur Orri var að öllum ólöstuðum líklega mikilvægasti leikmaður Keflavíkurliðsins í þessum leik. „Þetta var þvílíkur leikur sem Valur Orri átti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og gaf boltann á sérfræðinginn sinn Hermann Hauksson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Valur Orri var frábær „Frábær leikur hjá honum og þessi stolnu boltar hjá honum þegar hann var að taka boltann af Sabin komu á mjög stórum tímapunktum. Hann var að setja niður stór skot og hann var að fara á körfuna. Leikurinn sem hann spilar er ofboðslega skemmtilegur af því að hann spilar á einhverju allt öðru tempói en aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Hermann. „Um leið og hann fær boltann þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann. Hann er með þannig hreyfingar. Hann tekur skot án þess að hoppa sem gerir varnarmanninum mjög erfitt fyrir að lesa hvort hann eigi að falla fyrir því eða ekki. Ef hann fellur því þá fer Valur á körfuna eða finnur leikmenn,“ sagði Hermann. „Ég vill oft sjá hann skjóta meira því hann er frábær skotmaður. Það sem hann gerði í kvöld er það sem maður veit að hann getur. Hann var ekki bara frábær sóknarlega því hann var frábær varnarlega. Allt sem hann gerði var svo mikilvægt,“ sagði Hermann. Það má sjá umfjöllunina um Val Orra hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Körfuboltakvöld Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Valur Orri var með 11 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Það vantaði reyndar skráða stolna bolta á hann. Stolni boltinn hans á Tyler Sabin í fjórða leikhluta var sem dæmi skráður á Calvin Burks Jr. Það sem er á hreinu er að Valur Orri var að öllum ólöstuðum líklega mikilvægasti leikmaður Keflavíkurliðsins í þessum leik. „Þetta var þvílíkur leikur sem Valur Orri átti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og gaf boltann á sérfræðinginn sinn Hermann Hauksson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Valur Orri var frábær „Frábær leikur hjá honum og þessi stolnu boltar hjá honum þegar hann var að taka boltann af Sabin komu á mjög stórum tímapunktum. Hann var að setja niður stór skot og hann var að fara á körfuna. Leikurinn sem hann spilar er ofboðslega skemmtilegur af því að hann spilar á einhverju allt öðru tempói en aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Hermann. „Um leið og hann fær boltann þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann. Hann er með þannig hreyfingar. Hann tekur skot án þess að hoppa sem gerir varnarmanninum mjög erfitt fyrir að lesa hvort hann eigi að falla fyrir því eða ekki. Ef hann fellur því þá fer Valur á körfuna eða finnur leikmenn,“ sagði Hermann. „Ég vill oft sjá hann skjóta meira því hann er frábær skotmaður. Það sem hann gerði í kvöld er það sem maður veit að hann getur. Hann var ekki bara frábær sóknarlega því hann var frábær varnarlega. Allt sem hann gerði var svo mikilvægt,“ sagði Hermann. Það má sjá umfjöllunina um Val Orra hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Körfuboltakvöld Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum