Vefnum er ætlað að vera gagnvirkt mælaborð um samgöngur, fjarskipti og byggðamál og leiðarvísir fyrir almenning um þessa málaflokka.
Hægt verður að fylgjast með stöðu framkvæmda á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála og hvernig fjármunir skiptast milli framkvæmda og landsvæða svo nokkuð sé nefnt.
Í tilefni af formlegri opnun verður Vegvísir kynntur í beinni vefútsendingu lukkan 13. Er reiknað með að útsending standi yfir í um 45 mínútur.