Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 23:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, segir að yfirlýsingin hafi verið skýr og afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Ekki standi til að veita viðtöl henni tengdri eða fjalla um hana frekar að svo stöddu. Meðal annars, kom fram í yfirlýsingu Samherja í gær, sunnudag, að vegið hefði verið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti og að erfitt gæti verið að bregðast ekki við slíku. Þá var vísað í fréttir af samskiptum skæruliðadeildarinnar svokölluðu og að þau hefðu verið persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina og ekki hafi verið búist við að hún yrði opinber. Í lokin stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu brugðist of harkalega við umfjöllun og ljóst væri að of langt hafi verið gengið í þeim viðbrögðum. „Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ stóð í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Samherji biðst afsökunar Yfirlýsingu þessari var tekið fagnandi af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, sem áðurnefnd viðbrögð beindust að mestu gegn, en þeir segjast ekki skilja hana. Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, sagði að ef til vill hefði verið betra ef það væri skýrara „hver væri að biðjast afsökunar á hverju.“ Sagt var frá því í dag að lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í apríl. Þar var þess óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjölluninni. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Í áðurnefndu svari Samherja við viðtalsfyrirspurn er einnig þakkað fyrir áhugann á málefnum Samherja og bent á að á vef félagsins megi lesa um vel heppnaða veiðiferð Kaldbaks EA 1, sem landaði í gær með fullfermi, 190 tonn, eftir einungis fimm daga veiðiferð. Þrettán manna áhöfn skipsins hafi verið við veiðar í þrjá og hálfan sólarhring. Að mestu var um þorsk og ufsa að ræða og verður fiskurinn kominn til erlendra viðskiptavina Samherja síðar í þessari viku. Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu um viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, segir að yfirlýsingin hafi verið skýr og afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Ekki standi til að veita viðtöl henni tengdri eða fjalla um hana frekar að svo stöddu. Meðal annars, kom fram í yfirlýsingu Samherja í gær, sunnudag, að vegið hefði verið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti og að erfitt gæti verið að bregðast ekki við slíku. Þá var vísað í fréttir af samskiptum skæruliðadeildarinnar svokölluðu og að þau hefðu verið persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina og ekki hafi verið búist við að hún yrði opinber. Í lokin stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu brugðist of harkalega við umfjöllun og ljóst væri að of langt hafi verið gengið í þeim viðbrögðum. „Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ stóð í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Samherji biðst afsökunar Yfirlýsingu þessari var tekið fagnandi af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, sem áðurnefnd viðbrögð beindust að mestu gegn, en þeir segjast ekki skilja hana. Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, sagði að ef til vill hefði verið betra ef það væri skýrara „hver væri að biðjast afsökunar á hverju.“ Sagt var frá því í dag að lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í apríl. Þar var þess óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjölluninni. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Í áðurnefndu svari Samherja við viðtalsfyrirspurn er einnig þakkað fyrir áhugann á málefnum Samherja og bent á að á vef félagsins megi lesa um vel heppnaða veiðiferð Kaldbaks EA 1, sem landaði í gær með fullfermi, 190 tonn, eftir einungis fimm daga veiðiferð. Þrettán manna áhöfn skipsins hafi verið við veiðar í þrjá og hálfan sólarhring. Að mestu var um þorsk og ufsa að ræða og verður fiskurinn kominn til erlendra viðskiptavina Samherja síðar í þessari viku.
Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira