Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 23:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, segir að yfirlýsingin hafi verið skýr og afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Ekki standi til að veita viðtöl henni tengdri eða fjalla um hana frekar að svo stöddu. Meðal annars, kom fram í yfirlýsingu Samherja í gær, sunnudag, að vegið hefði verið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti og að erfitt gæti verið að bregðast ekki við slíku. Þá var vísað í fréttir af samskiptum skæruliðadeildarinnar svokölluðu og að þau hefðu verið persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina og ekki hafi verið búist við að hún yrði opinber. Í lokin stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu brugðist of harkalega við umfjöllun og ljóst væri að of langt hafi verið gengið í þeim viðbrögðum. „Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ stóð í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Samherji biðst afsökunar Yfirlýsingu þessari var tekið fagnandi af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, sem áðurnefnd viðbrögð beindust að mestu gegn, en þeir segjast ekki skilja hana. Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, sagði að ef til vill hefði verið betra ef það væri skýrara „hver væri að biðjast afsökunar á hverju.“ Sagt var frá því í dag að lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í apríl. Þar var þess óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjölluninni. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Í áðurnefndu svari Samherja við viðtalsfyrirspurn er einnig þakkað fyrir áhugann á málefnum Samherja og bent á að á vef félagsins megi lesa um vel heppnaða veiðiferð Kaldbaks EA 1, sem landaði í gær með fullfermi, 190 tonn, eftir einungis fimm daga veiðiferð. Þrettán manna áhöfn skipsins hafi verið við veiðar í þrjá og hálfan sólarhring. Að mestu var um þorsk og ufsa að ræða og verður fiskurinn kominn til erlendra viðskiptavina Samherja síðar í þessari viku. Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu um viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, segir að yfirlýsingin hafi verið skýr og afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Ekki standi til að veita viðtöl henni tengdri eða fjalla um hana frekar að svo stöddu. Meðal annars, kom fram í yfirlýsingu Samherja í gær, sunnudag, að vegið hefði verið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti og að erfitt gæti verið að bregðast ekki við slíku. Þá var vísað í fréttir af samskiptum skæruliðadeildarinnar svokölluðu og að þau hefðu verið persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina og ekki hafi verið búist við að hún yrði opinber. Í lokin stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu brugðist of harkalega við umfjöllun og ljóst væri að of langt hafi verið gengið í þeim viðbrögðum. „Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ stóð í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Samherji biðst afsökunar Yfirlýsingu þessari var tekið fagnandi af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, sem áðurnefnd viðbrögð beindust að mestu gegn, en þeir segjast ekki skilja hana. Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, sagði að ef til vill hefði verið betra ef það væri skýrara „hver væri að biðjast afsökunar á hverju.“ Sagt var frá því í dag að lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í apríl. Þar var þess óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjölluninni. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Í áðurnefndu svari Samherja við viðtalsfyrirspurn er einnig þakkað fyrir áhugann á málefnum Samherja og bent á að á vef félagsins megi lesa um vel heppnaða veiðiferð Kaldbaks EA 1, sem landaði í gær með fullfermi, 190 tonn, eftir einungis fimm daga veiðiferð. Þrettán manna áhöfn skipsins hafi verið við veiðar í þrjá og hálfan sólarhring. Að mestu var um þorsk og ufsa að ræða og verður fiskurinn kominn til erlendra viðskiptavina Samherja síðar í þessari viku.
Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira