Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari var með gæslunni í för og náði meðfylgjandi myndum sem vakið hafa athygli á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar.
Þar segir að þyrlusveitin hafi stundað æfingar á Reykjanesi reglulega í gegnum tíðina. Þar er lögð áherslu á að æfa björgunarstörf í hlíðum fjalla. Umhverfið hafi þó breyst ansi mikið með eldgosinu.
Að neðan má sjá myndir frá æfingu áhafnar TF-EIR.








