Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 11:30 RÚV-arar fagna afsökunarbeiðninni frá Samherja en ... fnnst hún heldur loðin. Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. „Kannski hefði þessi afsökunarbeiðni verið betri ef það væri skýrara hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Afsökunarbeiðni Samherja sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins í gær hefur vakið talsverða athygli. Hún kemur í kjölfar þess að greint var frá bollaleggingum hinnar svokölluðu skæruliðadeildar fyrirtækisins; Þorbjörns Þórðarsonar PR-ráðgjafa Samherja, Örnu Bryndísi McClure lögfræðingi Samherja og Páli Steingrímssyni skipsstjóra Samherja og meintum pistlahöfundi. Hver er að biðjast afsökunar? Samherjamenn hafa alfarið hafnað því að veita RÚV viðtal eftir að frægur Kveiksþáttur um starfsemi Samherja í Namibíu birtist fyrir um tæpum tveimur árum. En hafa þess í stað ráðist í herferð sem miðar að því að gera fréttaflutning Ríkisútvarpsins og fleiri miðla ótrúverðugan. Heiðar Örn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni í gær, segir að með afsökunarbeiðninni kveði við nýja tón úr þeirri áttinni, sem sé gott og vonandi verði framhald þar á. En það er eitt og annað í afsökunarbeiðninni sem vefst fyrir RÚV-urum og reyndar ýmsum öðrum sem hafa tjáð sig um afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum. „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar. Það er enginn skrifaður fyrir þessari afsökunarbeiðni - einungis sagt að Samherji vilji biðjast afsökunar á framgöngu ótilgreindra stjórnenda fyrirtækisins. Hvers vegna eru það ekki stjórnendurnir sjálfir sem biðjast afsökunar á framgöngu sinni?“ spyr varafréttastjórinn. Á hverju er verið að biðjast afsökunar? Í öðru lagi liggur ekki ljóst fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar, eins og Heiðar Örn fer yfir: „Þar segir eingöngu að það sé ljóst að of langt hafi verið gengið í harkalegum viðbrögðum við „neikvæðri umfjöllun“ og á þeirri framgöngu vilji fyrirtækið biðjast afsökunar. Hvaða harkalegu viðbrögð er átt við? Eru það myndböndin sem framleidd voru þar sem fréttamenn Kveiks voru meðal annars sakaðir um að falsa skjöl til stuðnings umfjöllun sinni? Eru tilraunir til að hafa af fjölmiðlafólki æruna? Er það „spæjarinn“ sem elti Helga Seljan á röndum, sat fyrir honum á kaffihúsi og sendi ógnandi sms? Eru það njósnir um aðra fjölmiðlamenn og listamenn? Er það kannski allt þetta eða eitthvað annað sem ekki hefur komið fram í opinberri umræðu?“ Hvern er verið að biðja afsökunar? Og í þriðja lagi, segir Heiðar Örn, er ekki skýrt hvern er verið að biðja afsökunar sem af sjálfu leiðir, meðan ekki liggur fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar á: „Er verið að biðja Helga Seljan afsökunar? Eða allan almenning? Eða kannski bara starfsfólk Samherja?“ Heiðar Örn segir að kannski hefði afsökunarbeiðnin verið betri ef skýrara væri hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur ekki viljað veita RÚV viðtal í kjölfar afsökunarbeiðninnar. Helgi Seljan vonar, í samtali við fréttastofu RÚV, að orðum Samherja fylgi efndir, vonar að um sé að ræða einlæga afsökunarbeiðni og að fyrirtækið ætli að breyta um kúrs; taki upp eðlileg samskipti við fjölmiðla. „Þá á ég við að þeir svari hreint og undanbragðalaust og upplýsi um þessi atriði sem við erum búin að vera á höttunum eftir í eitt og hálft ár.“ Helgi segir að fyrir liggi atburðir á þessu einu og hálfa ári sem afsökunarbeiðnin slái ekki striki yfir. Hann hafi ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá Samherja og tekur ekki þessa afsökunarbeiðni til sín prívat og persónulega. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Kannski hefði þessi afsökunarbeiðni verið betri ef það væri skýrara hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Afsökunarbeiðni Samherja sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins í gær hefur vakið talsverða athygli. Hún kemur í kjölfar þess að greint var frá bollaleggingum hinnar svokölluðu skæruliðadeildar fyrirtækisins; Þorbjörns Þórðarsonar PR-ráðgjafa Samherja, Örnu Bryndísi McClure lögfræðingi Samherja og Páli Steingrímssyni skipsstjóra Samherja og meintum pistlahöfundi. Hver er að biðjast afsökunar? Samherjamenn hafa alfarið hafnað því að veita RÚV viðtal eftir að frægur Kveiksþáttur um starfsemi Samherja í Namibíu birtist fyrir um tæpum tveimur árum. En hafa þess í stað ráðist í herferð sem miðar að því að gera fréttaflutning Ríkisútvarpsins og fleiri miðla ótrúverðugan. Heiðar Örn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni í gær, segir að með afsökunarbeiðninni kveði við nýja tón úr þeirri áttinni, sem sé gott og vonandi verði framhald þar á. En það er eitt og annað í afsökunarbeiðninni sem vefst fyrir RÚV-urum og reyndar ýmsum öðrum sem hafa tjáð sig um afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum. „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar. Það er enginn skrifaður fyrir þessari afsökunarbeiðni - einungis sagt að Samherji vilji biðjast afsökunar á framgöngu ótilgreindra stjórnenda fyrirtækisins. Hvers vegna eru það ekki stjórnendurnir sjálfir sem biðjast afsökunar á framgöngu sinni?“ spyr varafréttastjórinn. Á hverju er verið að biðjast afsökunar? Í öðru lagi liggur ekki ljóst fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar, eins og Heiðar Örn fer yfir: „Þar segir eingöngu að það sé ljóst að of langt hafi verið gengið í harkalegum viðbrögðum við „neikvæðri umfjöllun“ og á þeirri framgöngu vilji fyrirtækið biðjast afsökunar. Hvaða harkalegu viðbrögð er átt við? Eru það myndböndin sem framleidd voru þar sem fréttamenn Kveiks voru meðal annars sakaðir um að falsa skjöl til stuðnings umfjöllun sinni? Eru tilraunir til að hafa af fjölmiðlafólki æruna? Er það „spæjarinn“ sem elti Helga Seljan á röndum, sat fyrir honum á kaffihúsi og sendi ógnandi sms? Eru það njósnir um aðra fjölmiðlamenn og listamenn? Er það kannski allt þetta eða eitthvað annað sem ekki hefur komið fram í opinberri umræðu?“ Hvern er verið að biðja afsökunar? Og í þriðja lagi, segir Heiðar Örn, er ekki skýrt hvern er verið að biðja afsökunar sem af sjálfu leiðir, meðan ekki liggur fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar á: „Er verið að biðja Helga Seljan afsökunar? Eða allan almenning? Eða kannski bara starfsfólk Samherja?“ Heiðar Örn segir að kannski hefði afsökunarbeiðnin verið betri ef skýrara væri hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur ekki viljað veita RÚV viðtal í kjölfar afsökunarbeiðninnar. Helgi Seljan vonar, í samtali við fréttastofu RÚV, að orðum Samherja fylgi efndir, vonar að um sé að ræða einlæga afsökunarbeiðni og að fyrirtækið ætli að breyta um kúrs; taki upp eðlileg samskipti við fjölmiðla. „Þá á ég við að þeir svari hreint og undanbragðalaust og upplýsi um þessi atriði sem við erum búin að vera á höttunum eftir í eitt og hálft ár.“ Helgi segir að fyrir liggi atburðir á þessu einu og hálfa ári sem afsökunarbeiðnin slái ekki striki yfir. Hann hafi ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá Samherja og tekur ekki þessa afsökunarbeiðni til sín prívat og persónulega.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06