Bandaríkjamenn fengu hjálp frá Dönum við njósnir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 23:48 Ljóst er að danska ríkisstjórnin hefur vitað af málinu án þess að upplýsa um það. Angela Merkel er ein þeirra sem njósnað var um. getty/Omer Messinger Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA stundaði njósnir á helstu ráðamönnum í grannríkjum Danmerkur í samstarfi við dönsku leyniþjónustuna. Þetta kemur fram í skýrslu sem norrænu ríkismiðlarnir greindu frá í samstarfi við þýska og franska fjölmiðla. Meðal þeirra sem NSA njósnaði um voru kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti landsins Frank-Walter Steinmeier en hann var utanríkisráðherra þegar njósnirnar fóru fram. Einnig var njósnað um Peer Steinbrück sem var á þessum tíma kanslaraefni þýska flokksins SPD. Njósnir NSA komust fyrst upp árið 2013 en nú fyrst hefur verið greint frá þætti dönsku leyniþjónustunnar í málinu. Heimildarmenn innan dönsku leyniþjónustunnar láku upplýsingunum til fjölmiðla. Frétt frá 2013: Vissu af öllum símasamskiptum Njósnunum var þá ekki aðeins beint að þýskum stjórnmálamönnum heldur einnig norskum, sænskum og frönskum ráðamönnum. Samkvæmt skýrslunni fóru njósnirnar fram í gegn um samskiptakerfi Danmerkur. Þannig gátu danska leyniþjónustan og NSA nálgast bæði símtöl og SMS sem fóru í gegn um dönsk kerfi. Danski ríkismiðillinn segir að enn hafi ekki tekist að fá svör um hversu marga NSA njósnaði um nákvæmlega með þessum hætti. Samkvæmt heimildarmanni miðilsins voru það þó stjórnmálamenn sem leyniþjónustur hefðu „almennt áhuga á“, til dæmis forsætis- og utanríkisráðherrar. Forseti Þýskalands, Steinmeier, hefur kallað málið hneyksli og gagnrýnt það að Danir hafi njósnað um grannríki sín. Angela Merkel hefur enn ekki tjáð sig um málið en talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að hún hafi verið upplýst um það. Samkvæmt frétt danska miðilsins hefur ríkisstjórn Danmerkur haft vitneskju um samstarf leyniþjónustunnar við Bandaríkjamenn að minnsta kosti frá því að skýrslan var gerð árið 2015. Dönsk yfirvöld neyddu þá alla yfirmenn leyniþjónustunnar til að láta af störfum í fyrra vegna málsins. Danmörk Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08 Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Meðal þeirra sem NSA njósnaði um voru kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti landsins Frank-Walter Steinmeier en hann var utanríkisráðherra þegar njósnirnar fóru fram. Einnig var njósnað um Peer Steinbrück sem var á þessum tíma kanslaraefni þýska flokksins SPD. Njósnir NSA komust fyrst upp árið 2013 en nú fyrst hefur verið greint frá þætti dönsku leyniþjónustunnar í málinu. Heimildarmenn innan dönsku leyniþjónustunnar láku upplýsingunum til fjölmiðla. Frétt frá 2013: Vissu af öllum símasamskiptum Njósnunum var þá ekki aðeins beint að þýskum stjórnmálamönnum heldur einnig norskum, sænskum og frönskum ráðamönnum. Samkvæmt skýrslunni fóru njósnirnar fram í gegn um samskiptakerfi Danmerkur. Þannig gátu danska leyniþjónustan og NSA nálgast bæði símtöl og SMS sem fóru í gegn um dönsk kerfi. Danski ríkismiðillinn segir að enn hafi ekki tekist að fá svör um hversu marga NSA njósnaði um nákvæmlega með þessum hætti. Samkvæmt heimildarmanni miðilsins voru það þó stjórnmálamenn sem leyniþjónustur hefðu „almennt áhuga á“, til dæmis forsætis- og utanríkisráðherrar. Forseti Þýskalands, Steinmeier, hefur kallað málið hneyksli og gagnrýnt það að Danir hafi njósnað um grannríki sín. Angela Merkel hefur enn ekki tjáð sig um málið en talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að hún hafi verið upplýst um það. Samkvæmt frétt danska miðilsins hefur ríkisstjórn Danmerkur haft vitneskju um samstarf leyniþjónustunnar við Bandaríkjamenn að minnsta kosti frá því að skýrslan var gerð árið 2015. Dönsk yfirvöld neyddu þá alla yfirmenn leyniþjónustunnar til að láta af störfum í fyrra vegna málsins.
Danmörk Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08 Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08
Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent