Þetta borskip er á leið til Íslands í dýran leiðangur Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2021 21:21 Rannsóknaskipið Joides Resolution. Borturn skipsins nálgast hæð Hallgrímskirkjuturns. IODP,/WILLIAM CRAWFORD Borskipið Joides Resolution er væntanlegt til Reykjavíkur um næstu helgi til að sinna rannsóknarborunum á Reykjaneshrygg. Háskóli Íslands kemur að alþjóðlegum vísindaleiðangri skipsins, sem áætlað er að standi í sextíu daga. Áformað er að bora allt að sjö rannsóknarholur á Reykjaneshrygg.KORT/IODP Rannsaka á bergfræði Reykjaneshryggs 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita. Leiðangurinn er einhver sá dýrasti á sviði hafsbotnsrannsókna sem ráðist hefur verið í á hafsvæðum við Ísland. Hver dagur kostar á milli 25 og 40 milljónir króna. Leiðangurinn átti upphaflega að vera síðastliðið sumar en honum var þá frestað vegna covid-19 heimsfaraldursins. Venjulega eru um eða yfir eitthundrað manns um borð í skipinu í slíkum leiðöngrum, allt að 65 manns í áhöfn og allt að 50 vísinda- og tæknimenn. Vegna faraldursins verða mun færri á skipinu og engir vísindahópar. Leiðangursstjórinn, Leah LeVay, verður raunar eini vísindamaðurinn um borð. „Borun á Reykjaneshrygg verður framkvæmd af tækniáhöfn skipsins,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sem heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Egill Aðalsteinsson Skipið var í dag við Azoreyjar eftir siglingu frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þaðan liggur leið þess til Reykjavíkur. Samkvæmt vef Faxaflóahafna er gert ráð fyrir skipinu í höfn næstkomandi laugardag, 5. júní, og á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 16. Brottför er síðan skráð þann 11. júní. Leiðangursstjórinn Leah LeVay áætlar þó að skipið komi til Reykjavíkur degi seinna, sunnudaginn 6. júní. Ráðgert er að skipið verði svo aftur í Reykjavík dagana 6. til 11. ágúst í lok leiðangursins. Joides Resolution var upphaflega smíðað árið 1978 til olíuborana en var sex árum síðar breytt í rannsóknarskip. Það er um 9.700 tonn að þyngd, 143 metra langt og borturninn ofan á því slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns, nær upp í 62 metra hæð. Það getur borað allt að 2.100 metra djúpar holur í berggrunninn á allt að 5.800 metra hafsdýpi. Skipið þjónar fjölþjóðlegu vísindasamstarfi á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, og er rekstur þess kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Jarðvísindadeild Texas-háskóla heldur utan um rekstur skipsins. Rætt var við Bryndisi Brandsdóttur um leiðangurinn fyrir ári í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Áformað er að bora allt að sjö rannsóknarholur á Reykjaneshrygg.KORT/IODP Rannsaka á bergfræði Reykjaneshryggs 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita. Leiðangurinn er einhver sá dýrasti á sviði hafsbotnsrannsókna sem ráðist hefur verið í á hafsvæðum við Ísland. Hver dagur kostar á milli 25 og 40 milljónir króna. Leiðangurinn átti upphaflega að vera síðastliðið sumar en honum var þá frestað vegna covid-19 heimsfaraldursins. Venjulega eru um eða yfir eitthundrað manns um borð í skipinu í slíkum leiðöngrum, allt að 65 manns í áhöfn og allt að 50 vísinda- og tæknimenn. Vegna faraldursins verða mun færri á skipinu og engir vísindahópar. Leiðangursstjórinn, Leah LeVay, verður raunar eini vísindamaðurinn um borð. „Borun á Reykjaneshrygg verður framkvæmd af tækniáhöfn skipsins,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sem heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Egill Aðalsteinsson Skipið var í dag við Azoreyjar eftir siglingu frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þaðan liggur leið þess til Reykjavíkur. Samkvæmt vef Faxaflóahafna er gert ráð fyrir skipinu í höfn næstkomandi laugardag, 5. júní, og á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 16. Brottför er síðan skráð þann 11. júní. Leiðangursstjórinn Leah LeVay áætlar þó að skipið komi til Reykjavíkur degi seinna, sunnudaginn 6. júní. Ráðgert er að skipið verði svo aftur í Reykjavík dagana 6. til 11. ágúst í lok leiðangursins. Joides Resolution var upphaflega smíðað árið 1978 til olíuborana en var sex árum síðar breytt í rannsóknarskip. Það er um 9.700 tonn að þyngd, 143 metra langt og borturninn ofan á því slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns, nær upp í 62 metra hæð. Það getur borað allt að 2.100 metra djúpar holur í berggrunninn á allt að 5.800 metra hafsdýpi. Skipið þjónar fjölþjóðlegu vísindasamstarfi á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, og er rekstur þess kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Jarðvísindadeild Texas-háskóla heldur utan um rekstur skipsins. Rætt var við Bryndisi Brandsdóttur um leiðangurinn fyrir ári í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38
Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58