Svo virðist sem Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, sé á lokametrunum í ríkisstjórnarviðræðum við Naftali Bennett, leiðtoga hægriflokksins Nýja hægrið.
Netanjahú, sem er sá forsætisráðherra Ísraels sem lengst hefur gengt embættinu, tókst ekki að tryggja flokki sínum, Likud, hreinan meirihluta í þingkosningunum í mars. Kosningarnar voru þær fjórðu á tveimur árum.
Sérfræðingur BBC í málefnum Mið-Austurlanda telur líklegt að Lapid takist að mynda ríkisstjórn innan skamms.
Netanjahú hefur verið forsætisráðherra í tólf ár og hefur verið áhrifamaður í ísraelskum stjórnmálum í áratugi. Forseti landsins veitti Netanjahú umboð til ríkisstjórnarmyndunar strax eftir kosningar, sem honum tókst ekki.
Yesh Atid flokkurinn var annar stærsti flokkurinn í kosningunum, á eftir Likud, og veittist leiðtoga hans því umboð til stjórnarmyndunar næst á eftir Netanjahú. Talið er líklegt að úrslit núverandi viðræðna ráðist á því hvort Bennett, sem er fyrrverandi varnarmálaráðherra, samþykki að báðir flokkar fái ráðherra í ríkisstjórn.