Vildum ekki leika við matinn okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 10:16 Giannis fór illa með Jimmy Butler og félaga í nótt. Michael Reaves/Getty Images Giannis Antetokounmpo, Gríska undrið, notaði skemmtilega myndlíkingu eftir öruggan sigur Milwaukee Bucks á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum