Vildum ekki leika við matinn okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 10:16 Giannis fór illa með Jimmy Butler og félaga í nótt. Michael Reaves/Getty Images Giannis Antetokounmpo, Gríska undrið, notaði skemmtilega myndlíkingu eftir öruggan sigur Milwaukee Bucks á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00