Njáll hafði nokkuð öruggan sigur í prófkjörinu og endaði með 816 atkvæði í fyrsta sætið af þeim 1.570 sem greidd voru. Berglind Ósk Guðmundsdóttir hafnaði í öðru sæti listans, sem hún hafði sóst eftir. Hún hlaut 708 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti.
Gauti Jóhannesson, sem sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í því þriðja með 780 atkvæði samanlagt í fyrsta til þriðja sæti. Berglind Harpa Svavarsdóttir lenti í fjórða sæti í prófkjörinu og Ragnar Sigurðsson í því fimmta.
Njáll var í öðru sæti á listanum fyrir síðustu kosningar þegar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var í oddvitasætinu. Kristján ákvað að gefa ekki kost á sér á þing fyrir næsta kjörtímabil.
Í síðustu kosningum komust tveir af lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu inn á þing.
Niðurstoðurnar í efstu fimm sætunum:
- Njáll Trausti Friðbertsson með 816 atkvæði í 1. sæti
- Berglind Ósk Guðmundsdóttir með 708 atkvæði í 1.-2. sæti
- Gauti Jóhannesson með 780 atkvæði í 1.-3. sæti
- Berglind Harpa Svavarsdóttir með 919 atkvæði í 1.-4. sæti
- Ragnar Sigurðsson með 854 atkvæði í 1.-5. sæti