Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. maí 2021 19:05 Enginn mun bruna niður Laugaveginn á rafhlaupahjóli ef tillögur hópsins ná fram að ganga. vísir/vilhelm Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. Hingað til hefur öll umferð rafhlaupahjóla á akbrautum verið bönnuð og aðeins verið leyfilegt að aka þeim á gangstéttum og hjólareinum. Víða erlendis þar sem ekki er mikið um hjólastíga er umferð þeirra á götum þó leyfð. Skýrsluhöfundunum finnst koma vel til greina að borgin leyfi umferð hjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 eða lægri. Stafrænar girðingar Þá finnst þeim að nota ætti svokallaða stafræna girðingu til að lækka hraða rafhlaupahjóla á gangstéttum verslunargatna, þar sem margir gangandi vegfarendur eru á ferli. Eins og er mega þau ekki komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Skýrsluhöfundarnir benda til dæmis á þá leið sem farin er í Kaupmannahöfn en þar er hámarkshraði hlaupahjólanna ekki nema 6 kílómetrar á klukkustund á göngugötum. Stafrænar girðingar eru þegar notaðar af hjólaleigunum með hjálp GPS-tækni til dæmis til að marka svæði þar sem bannað er að leggja hjólunum. Tæknin greinir þá ef hjólið er innan svæðis sem bannað er að leggja á og hindrar þann sem er á hjólinu í að gera það. Stafrænar girðingar hafa þó ekki verið notaðar til að hefta hraða hjólanna en möguleiki er á að það verði gert á næstunni. 13 ára aldurstakmark Rafhlaupahjólin hafa notið gríðarlega vinsælda í borginni síðustu ár. Hjólum í einkaeigu hefur fjölgað mikið og samkvæmt skýrslunni má nú finna rafhlaupahjól á rúmlega tíunda hverju heimili í Reykjavík, eða 12 prósent heimila. 44 prósent landsmanna segjast þá hafa prófað rafhlaupahjól. Aukinni notkun fylgja þó fleiri slys en sumarið 2020 leituðu 149 sér aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans eftir slys á rafhlaupahjóli. Stóran hluta slysanna mátti rekja til ofsaaksturs og aksturs undir áhrifum. 45 prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku voru undir 18 ára aldri. Ekkert aldurstakmark er á notkun rafhlaupahjóla á Íslandi eins og er en hópurinn vill láta skoða hvort ástæða sé til að setja lágmarksaldur á notkun þeirra, til dæmis í 13 ára sem er sami aldur og fyrir létt bifhjól. Reykjavík Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hingað til hefur öll umferð rafhlaupahjóla á akbrautum verið bönnuð og aðeins verið leyfilegt að aka þeim á gangstéttum og hjólareinum. Víða erlendis þar sem ekki er mikið um hjólastíga er umferð þeirra á götum þó leyfð. Skýrsluhöfundunum finnst koma vel til greina að borgin leyfi umferð hjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 eða lægri. Stafrænar girðingar Þá finnst þeim að nota ætti svokallaða stafræna girðingu til að lækka hraða rafhlaupahjóla á gangstéttum verslunargatna, þar sem margir gangandi vegfarendur eru á ferli. Eins og er mega þau ekki komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Skýrsluhöfundarnir benda til dæmis á þá leið sem farin er í Kaupmannahöfn en þar er hámarkshraði hlaupahjólanna ekki nema 6 kílómetrar á klukkustund á göngugötum. Stafrænar girðingar eru þegar notaðar af hjólaleigunum með hjálp GPS-tækni til dæmis til að marka svæði þar sem bannað er að leggja hjólunum. Tæknin greinir þá ef hjólið er innan svæðis sem bannað er að leggja á og hindrar þann sem er á hjólinu í að gera það. Stafrænar girðingar hafa þó ekki verið notaðar til að hefta hraða hjólanna en möguleiki er á að það verði gert á næstunni. 13 ára aldurstakmark Rafhlaupahjólin hafa notið gríðarlega vinsælda í borginni síðustu ár. Hjólum í einkaeigu hefur fjölgað mikið og samkvæmt skýrslunni má nú finna rafhlaupahjól á rúmlega tíunda hverju heimili í Reykjavík, eða 12 prósent heimila. 44 prósent landsmanna segjast þá hafa prófað rafhlaupahjól. Aukinni notkun fylgja þó fleiri slys en sumarið 2020 leituðu 149 sér aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans eftir slys á rafhlaupahjóli. Stóran hluta slysanna mátti rekja til ofsaaksturs og aksturs undir áhrifum. 45 prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku voru undir 18 ára aldri. Ekkert aldurstakmark er á notkun rafhlaupahjóla á Íslandi eins og er en hópurinn vill láta skoða hvort ástæða sé til að setja lágmarksaldur á notkun þeirra, til dæmis í 13 ára sem er sami aldur og fyrir létt bifhjól.
Reykjavík Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira