Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður og Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður UVG raða sér þannig í efstu þrjú sætin. Rúnar Gíslason lögreglumaður er í fjórða sætinu og Helga Tryggvadóttir í því fimmta.
Á fundi flokksins á Hótel Fljótshlíð í dag hélt Hólmfríður ræðu og sagði að nú þyrfti að halda á lofti góðum verkum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og byggja á þeim grunni sem lagður hefur verið. Verkefnin framundan væru mörg og stór, mikilvægt væri að vinna gegn fátækt, kynbundnu ofbeldi, mismunun og atvinnuleysi í kjölfar Covid.
Listinn er eftirfarandi:
- Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri
- Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður
- Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna
- Rúnar Gíslason, lögreglumaður
- Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi
- Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Sigurður Torfi Sigurðsson, verkefnisstjóri
- Pálína Axelsdóttir Njarðvík, félagssálfræðingur
- Ásgeir Rúnar Helgason, lýðheilsufræðingur
- Linda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur
- Þorsteinn Kristinsson, kerfisfræðingur
- Hörður Þórðarsson, leigubílsstjóri
- Valgerður María Þorsteinsdóttir, nemi
- Guðmundur Ólafsson, bóndi og vélfræðingur
- Kjartan Ágústsson, bóndi og kennari
- Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður
- Linda Björk Kvaran, kennari og náttúrufræðingur
- Sæmundur Helgason, kennari og sveitarstjórnarmaður
- Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður