Sjálfstæðismenn velja tvo nýja oddvita í dag Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 10:32 Frambjóðendurnir fjórir sem sækjast eftir oddvitasætum í tveimur gríðarstórum kjördæmum. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista Sjálfstæðismanna í Suður- og Norðausturkjördæmi. Vísir/Vilhelm - Håkon Broder Lund - Facebook Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér. Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00