Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 28. maí 2021 22:52 Jón Arnór þakkar uppeldisfélaga sínum Helga Magnússyni fyrir leikinn. vísir/bára Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. „Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
„Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25
Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum