Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 28. maí 2021 22:52 Jón Arnór þakkar uppeldisfélaga sínum Helga Magnússyni fyrir leikinn. vísir/bára Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. „Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25
Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum