Ársfangelsi fyrir að koma ekki konu með eitrun til bjargar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 18:59 Refsing mannsins var þyngd úr þriggja mánaða fangelsi í tólf í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir Kristjáni Markúsi Sívarssyni fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni sem lést vegna alvarlegrar kókaíneitrunar undir læknishendur úr þremur mánuðum í tólf í dag. Almenn hegningarlög kveða á um skyldu til athafna við lífsháska. Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda. Dómsmál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda.
Dómsmál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira