Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2021 17:01 Róbert Farestveit sviðstjóri stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ segir hættu á að meira atvinnuleysi verði hér á landi en við höfum áður vanist. Brýnt sé að bregðast við. Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. Í skýrslunni sem kom út í dag og heitir, Íslenskur vinnumarkaður 2021, kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu skilji Covid- kreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði. Þannig hafi byrðar samdráttarins dreifst á smærri og viðkvæmari hópa en í öðrum íslenskum kreppum. Róbert Farestveit sviðstjóri stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ segir einkum tvennt koma til. „Annars vegar skammtímaáhrif sem birtast í verulegu tekjufalli atvinnuleitenda eða 37% tekjufalli og hins vegar langtímaáhrif á vinnumarkaði en þar eru ákveðin hættumerki. Ein hættan er að hér verði hærra atvinnuleysisstig eftir krísuna en fyrir og kannski meira en Íslendingar hafa átt að venjast,“ segir Róbert. Háskólamenntuðum á atvinnuleysiskrá hefur fjölgað mikið á síðustu árumVísir Hann segir ýmsar skýringar á því af hverju hætta sé á meira atvinnuleysi eftir faraldurinn en Íslendingar eigi að venjast. „Þetta getur verið samspil ýmissa þátta. Þá af því hvaða atvinna verður til eftir krísu og hvaða hvaða mannauður er til staðar. Þannig að við hjá ASÍ leggjum til tillögur sem geta þá dregið úr þessu ójafnvægi t.d. með bættum úrræðum fyrir atvinnuleitendur, bættum menntunarúrræðum o.s.frv.,“ segir Róbert. Í skýrslunni koma fram átta tillögur sem ASÍ leggur til að stjórnvöld grípi til. Róbert segir brýnt að bregðast við. „Við myndum alla vega vilja sjá stjórnvöld horfa til þessara tillagna nú þegar heildarendurskoðun á atvinnuleysistryggingarkerfinu stendur fyrir dyrum,“ segir hann. Ólíklegt að atvinnulausir hafni vinnu Fram hefur komið að ferðaþjónustunni sárvantar starfsfólk og þrátt fyrir mikið atvinnuleysi sé erfitt að ráða í allar stöður þar. „Það tekjufall sem atvinnuleitendur hafa orðið fyrir bendir til þess að það sé mikill hvati til vinnu hjá atvinnuleitendum. þannig að ég myndi telja ólíklegt að þetta sé eitthvað stórt vandamál á vinnumarkaði þ.e. að fólk á atvinnuleysisskrá þiggi ekki þá vinnu sem því er boðið,“ segir Róbert. ASÍ hefur áhyggjur af miklu langtímaatvinnuleysiVísir Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6. maí 2021 19:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Í skýrslunni sem kom út í dag og heitir, Íslenskur vinnumarkaður 2021, kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu skilji Covid- kreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði. Þannig hafi byrðar samdráttarins dreifst á smærri og viðkvæmari hópa en í öðrum íslenskum kreppum. Róbert Farestveit sviðstjóri stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ segir einkum tvennt koma til. „Annars vegar skammtímaáhrif sem birtast í verulegu tekjufalli atvinnuleitenda eða 37% tekjufalli og hins vegar langtímaáhrif á vinnumarkaði en þar eru ákveðin hættumerki. Ein hættan er að hér verði hærra atvinnuleysisstig eftir krísuna en fyrir og kannski meira en Íslendingar hafa átt að venjast,“ segir Róbert. Háskólamenntuðum á atvinnuleysiskrá hefur fjölgað mikið á síðustu árumVísir Hann segir ýmsar skýringar á því af hverju hætta sé á meira atvinnuleysi eftir faraldurinn en Íslendingar eigi að venjast. „Þetta getur verið samspil ýmissa þátta. Þá af því hvaða atvinna verður til eftir krísu og hvaða hvaða mannauður er til staðar. Þannig að við hjá ASÍ leggjum til tillögur sem geta þá dregið úr þessu ójafnvægi t.d. með bættum úrræðum fyrir atvinnuleitendur, bættum menntunarúrræðum o.s.frv.,“ segir Róbert. Í skýrslunni koma fram átta tillögur sem ASÍ leggur til að stjórnvöld grípi til. Róbert segir brýnt að bregðast við. „Við myndum alla vega vilja sjá stjórnvöld horfa til þessara tillagna nú þegar heildarendurskoðun á atvinnuleysistryggingarkerfinu stendur fyrir dyrum,“ segir hann. Ólíklegt að atvinnulausir hafni vinnu Fram hefur komið að ferðaþjónustunni sárvantar starfsfólk og þrátt fyrir mikið atvinnuleysi sé erfitt að ráða í allar stöður þar. „Það tekjufall sem atvinnuleitendur hafa orðið fyrir bendir til þess að það sé mikill hvati til vinnu hjá atvinnuleitendum. þannig að ég myndi telja ólíklegt að þetta sé eitthvað stórt vandamál á vinnumarkaði þ.e. að fólk á atvinnuleysisskrá þiggi ekki þá vinnu sem því er boðið,“ segir Róbert. ASÍ hefur áhyggjur af miklu langtímaatvinnuleysiVísir
Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6. maí 2021 19:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01
Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6. maí 2021 19:21