Sumarið er tíminn – eða hvað? Katrín Kristjánsdóttir skrifar 28. maí 2021 12:30 Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun