Sagður hafa valið hverja hann skaut til bana Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 08:49 Samuel Cassidy mun hafa hlíft sumum af samstarfsmönnum sínum en skotið aðra. Vísir/AP Maðurinn sem skaut níu manns til bana og svipti sig svo lífi í lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu á miðvikudaginn, mun ekki hafa skotið samstarfsmenn sína af handahófi. Heldur virðist hann hafa valið skotmörk sín. Samuel Cassidy (57) mætti í vinnuna í lestamiðstöðinni um klukkan sex um morguninn, að staðartíma. Var hann með þrjár skammbyssur og mikið af skotfærum. Þá fundust sprengiefni á heimili hans en þar hafði hann komið fyrir búnaði svo eldur kviknað um það leyti og hann hóf árás sína. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar skaut hann alls 39 skotum en það tók lögregluþjóna sex mínútur eftir að fyrsta tilkynningin um árásina barst til Neyðarlínunnar að finna Cassidy og skaut hann sig þá til bana. Laurie Smith, fógeti, sagði blaðamönnum að svo virðist sem Cassidy hafi valið hverja hann skaut til bana. Cassidy sagði minnst einum samstarfsmanni sínum að hann ætlaði ekki að skjóta hann og skaut svo aðra í herberginu til bana. Cassidy er sagður hafa verið mjög reiður í garð vinnu sinnar og samstarfsfélaga í langan tíma. Heimildarmaður fréttaveitunnar segir að hann hafi skrifað ítrekað hve mikið hann hataði vinnuna í bók sem fannst. Fórnarlömb Cassidys voru allt menn og voru þeir frá 29 til 63 ára gamlir. Frekari upplýsingar um þá má finna á vef San Francisco Chronicle. Kirk Bertolet, samstarfsmaður Cassidy, sem ræddi við blaðamann AP, sagði hann hafa verið einfara. Hann hefði ávalt setið einn og talað við engan. Þá sagði Bertolet, sem var í vinnunni þegar árásin átti sér stað, að Cassidy hefði valið fórnarlömb sín sérstaklega. „Hann var reiður út í tilktekið fólk. Hann var reiður og hefndi sín á þessu fólki. Hann skaut fólk. Hann leyfði öðrum að lifa. Þetta var mjög persónuleg. Mjög hnitmiðað,“ sagði Bertolet. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Samuel Cassidy (57) mætti í vinnuna í lestamiðstöðinni um klukkan sex um morguninn, að staðartíma. Var hann með þrjár skammbyssur og mikið af skotfærum. Þá fundust sprengiefni á heimili hans en þar hafði hann komið fyrir búnaði svo eldur kviknað um það leyti og hann hóf árás sína. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar skaut hann alls 39 skotum en það tók lögregluþjóna sex mínútur eftir að fyrsta tilkynningin um árásina barst til Neyðarlínunnar að finna Cassidy og skaut hann sig þá til bana. Laurie Smith, fógeti, sagði blaðamönnum að svo virðist sem Cassidy hafi valið hverja hann skaut til bana. Cassidy sagði minnst einum samstarfsmanni sínum að hann ætlaði ekki að skjóta hann og skaut svo aðra í herberginu til bana. Cassidy er sagður hafa verið mjög reiður í garð vinnu sinnar og samstarfsfélaga í langan tíma. Heimildarmaður fréttaveitunnar segir að hann hafi skrifað ítrekað hve mikið hann hataði vinnuna í bók sem fannst. Fórnarlömb Cassidys voru allt menn og voru þeir frá 29 til 63 ára gamlir. Frekari upplýsingar um þá má finna á vef San Francisco Chronicle. Kirk Bertolet, samstarfsmaður Cassidy, sem ræddi við blaðamann AP, sagði hann hafa verið einfara. Hann hefði ávalt setið einn og talað við engan. Þá sagði Bertolet, sem var í vinnunni þegar árásin átti sér stað, að Cassidy hefði valið fórnarlömb sín sérstaklega. „Hann var reiður út í tilktekið fólk. Hann var reiður og hefndi sín á þessu fólki. Hann skaut fólk. Hann leyfði öðrum að lifa. Þetta var mjög persónuleg. Mjög hnitmiðað,“ sagði Bertolet.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45
Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13