Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 13:01 Stuðningsmenn Manchester United mótmæla hér eigendum félagsins en Glazer fjölskyldan er ekki vinsæl í þeirra hópi. Getty/Andy Barton Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Sjá meira
Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Sjá meira