Knicks banna áhorfandann sem hrækti á Trae Young Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2021 23:30 Trae Young í leiknum síðustu nótt. Elsa/Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefur farið af stað með látum. Áhorfendur eru mættir aftur á hliðarlínuna og hafa þeir heldur betur látið taka til sín. Sumir á jákvæðan hátt en aðrir á neikvæðan hátt. Vísir fjallaði fyrr í dag um það hvernig poppkorni var hellt á Russell Westbrook er hann yfirgaf leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Wizards töpuðu og eru 2-0 undir í einvíginu en Westbrook var lítið að pæla í því eftir að áhorfandi sturtaði poppkorni yfir hann. Westbrook brást eðlilega illa við og þurfti öryggisverði til að aftra honum frá því að hjóla í téðan áhorfenda. Trae Young átti frábæran leik í liði Atlanta Hawks sem mátti þola tap gegn New York Knicks í New York. Young skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar en það sem vakti hvað mesta athygli í leiknum var það að einn áhorfendanna í Garðinum, heimavelli Knicks, hrækti á Young á meðan leik stóð. Leikmaðurinn tók að því virtist ekki mikið eftir því og gerði grín að atvikinu á Twitter-síðu sinni í kjölfarið. Damn... Crazy ! @50cent y all good?! https://t.co/p8jSbwyozT— Trae Young (@TheTraeYoung) May 27, 2021 Knicks hefur samt ákveðið að banna einstaklinginn frá heimavelli sínum, að eilífu! „Rannsókn á málinu leiddi til staðfestingar á því einstaklingur, sem er ekki ársmiðahafi, hrækti á Trae Young. Vegna þess hefur hann verið bannaður frá Garðinum það sem eftir er,“ sagði í yfirlýsingu Knicks. Þá bað félagið Young – sem og allt Atlanta liðið – afsökunar á hegðun áhorfandans. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar heldur áfram í nótt þegar þrír leikir fara fram. Klukkan 23.30 er leikur Miami Heat og Milwaukee Bucks á dagskrá. Bucks leiða 2-0 og erfitt að sjá Miami komast lengra í ár. Klukkan 02.00 spila meistarar Los Angeles Lakers á heimavelli gegn Phoenix Suns. Allt er í járnum í rimmu liðanna en staðan er 1-1 sem stendur. Það sama er upp á teningnum í einvígi Portland Trail Blazers og Denver Nuggets. Þau mætast klukkan 02.30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31 NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00 Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Vísir fjallaði fyrr í dag um það hvernig poppkorni var hellt á Russell Westbrook er hann yfirgaf leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Wizards töpuðu og eru 2-0 undir í einvíginu en Westbrook var lítið að pæla í því eftir að áhorfandi sturtaði poppkorni yfir hann. Westbrook brást eðlilega illa við og þurfti öryggisverði til að aftra honum frá því að hjóla í téðan áhorfenda. Trae Young átti frábæran leik í liði Atlanta Hawks sem mátti þola tap gegn New York Knicks í New York. Young skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar en það sem vakti hvað mesta athygli í leiknum var það að einn áhorfendanna í Garðinum, heimavelli Knicks, hrækti á Young á meðan leik stóð. Leikmaðurinn tók að því virtist ekki mikið eftir því og gerði grín að atvikinu á Twitter-síðu sinni í kjölfarið. Damn... Crazy ! @50cent y all good?! https://t.co/p8jSbwyozT— Trae Young (@TheTraeYoung) May 27, 2021 Knicks hefur samt ákveðið að banna einstaklinginn frá heimavelli sínum, að eilífu! „Rannsókn á málinu leiddi til staðfestingar á því einstaklingur, sem er ekki ársmiðahafi, hrækti á Trae Young. Vegna þess hefur hann verið bannaður frá Garðinum það sem eftir er,“ sagði í yfirlýsingu Knicks. Þá bað félagið Young – sem og allt Atlanta liðið – afsökunar á hegðun áhorfandans. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar heldur áfram í nótt þegar þrír leikir fara fram. Klukkan 23.30 er leikur Miami Heat og Milwaukee Bucks á dagskrá. Bucks leiða 2-0 og erfitt að sjá Miami komast lengra í ár. Klukkan 02.00 spila meistarar Los Angeles Lakers á heimavelli gegn Phoenix Suns. Allt er í járnum í rimmu liðanna en staðan er 1-1 sem stendur. Það sama er upp á teningnum í einvígi Portland Trail Blazers og Denver Nuggets. Þau mætast klukkan 02.30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31 NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00 Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31
NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00
Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn