Fimm fyrirtækja samningur fyrir fyrstu lotu Borgarlínu Snorri Másson skrifar 27. maí 2021 14:17 Fyrsta lota Borgarlínu verða 14,2 kílómetrar. Samningar um hönnun á fyrstu lotu Borgarlínunnar, sem verður um 14,5 km að lengd, voru undirritaðir í dag í húsakynnum Vegagerðarinnar. Alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Artelia Group mun leiða verkefnið í samstarfi við verkfræðistofurnar MOE og Hnit og arkitektastofurnar Gottlieb Paludan og Yrki arkitektar, en teymið var hlutskarpast í hönnunarútboði sem fram fór innan evrópska efnahagssvæðisins. Artelia Group mun leiða teymið en það er alþjóðlegt verkfræðifyrirtæki sem starfar í 40 löndum og hefur yfir 6100 starfsmenn. Artelia hefur mikla reynslu af hraðvagnakerfum (BRT) og hefur hannað yfir 175 km af BRT og 255 af léttlestarkerfum víða um veröld, meðal annars Pau BRT kerfið í Pýreneafjöllunum og Lens BRT kerfið í N-Frakklandi. MOE eru sérfræðingar í sjálfbærum innviðaverkefnum, og sáu m.a. um grunn- og forhönnun fyrir léttlestarkerfið í Kaupmannahöfn. Danska stofan Gottlieb Paludan Architects er þekkt fyrir að hanna lausnir fyrir innviði á borð við léttlestir, hraðvagnakerfi og umferðamiðstöðvar víða um heim. Þá eru Yrki arkitektar og Hnit lykilaðilar í teyminu og með nauðsynlega staðbundna þekkingu. Hnit verkfræðistofa sérhæfir sig í alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar og Yrki arkitektar bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði arkitektúrs og skipulags. ,,Það er okkur mikið fagnaðarefni að fá svona reynslumikið hönnunarteymi að Borgarlínuverkefninu en reynsla þeirra mun hjálpa okkur að ná markmiðum samgöngusáttmálans um breyttar ferðavenjur og kolefnishlutlaust borgarsamfélag en til gamans má geta að Artelia Group, sem mun leiða teymið, hefur hannað yfir 175 km af BRT og 255 af léttlestarkerfum víða um veröld,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar hjá Vegagerðinni, í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Mörg skref eru þarf enn að taka áður en endanlegar tillögur að útfærslu fyrstu lotu liggja fyrir. Umsagnartíma frumdraga lýkur næst komandi mánudag þann 31. maí á samráðsgátt stjórnvalda, og verður því byrjað á að skoða þær ábendingar sem hafa borist og leggja línurnar um þróun tillaganna í samvinnu við alla hlutaðeigandi. „Við erum með alveg nýtt verkefni í okkar samhengi þó flest okkar þekki hágæða almenningssamgöngur frá öðrum löndum. Það er því nauðsynlegt að við nýtum hönnunarferlið til að auka samtalið um verkefnið og þær breytingar á borgarumhverfinu og samgöngutækifærum sem það boðar. Í þessu ljósi er ákaflega mikilvægt að við njótum aðstoðar reynslumikils hönnunarteymis sem hefur komið að fjölda sambærilegra verkefna og getur hjálpað okkur að setja viðfangsefnið og áskoranirnar í stærra samhengi,“ er haft eftir Hrafnkatli. „Við munum nota sumarið í undirbúning og skerpa línur, svo með haustinu og frekari afléttingum ferðatakmarkanna hlökkum við til að taka á móti verkefnastjóra Artelia sem gerir ráð fyrir að vera staðsett hér á landi. Skiptir það miklu máli til að flétta farsællega saman reynslu erlendra aðila við íslenskt samfélag sem og að tryggja mikilvæga þekkingaryfirfærslu. Við gerum svo ráð fyrir að fyrstu afurðir úr hönnunarvinnu Artelia og samstarfsaðila muni liggja fyrir í haust.“ Borgarlína Samgöngur Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Artelia Group mun leiða verkefnið í samstarfi við verkfræðistofurnar MOE og Hnit og arkitektastofurnar Gottlieb Paludan og Yrki arkitektar, en teymið var hlutskarpast í hönnunarútboði sem fram fór innan evrópska efnahagssvæðisins. Artelia Group mun leiða teymið en það er alþjóðlegt verkfræðifyrirtæki sem starfar í 40 löndum og hefur yfir 6100 starfsmenn. Artelia hefur mikla reynslu af hraðvagnakerfum (BRT) og hefur hannað yfir 175 km af BRT og 255 af léttlestarkerfum víða um veröld, meðal annars Pau BRT kerfið í Pýreneafjöllunum og Lens BRT kerfið í N-Frakklandi. MOE eru sérfræðingar í sjálfbærum innviðaverkefnum, og sáu m.a. um grunn- og forhönnun fyrir léttlestarkerfið í Kaupmannahöfn. Danska stofan Gottlieb Paludan Architects er þekkt fyrir að hanna lausnir fyrir innviði á borð við léttlestir, hraðvagnakerfi og umferðamiðstöðvar víða um heim. Þá eru Yrki arkitektar og Hnit lykilaðilar í teyminu og með nauðsynlega staðbundna þekkingu. Hnit verkfræðistofa sérhæfir sig í alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar og Yrki arkitektar bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði arkitektúrs og skipulags. ,,Það er okkur mikið fagnaðarefni að fá svona reynslumikið hönnunarteymi að Borgarlínuverkefninu en reynsla þeirra mun hjálpa okkur að ná markmiðum samgöngusáttmálans um breyttar ferðavenjur og kolefnishlutlaust borgarsamfélag en til gamans má geta að Artelia Group, sem mun leiða teymið, hefur hannað yfir 175 km af BRT og 255 af léttlestarkerfum víða um veröld,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar hjá Vegagerðinni, í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Mörg skref eru þarf enn að taka áður en endanlegar tillögur að útfærslu fyrstu lotu liggja fyrir. Umsagnartíma frumdraga lýkur næst komandi mánudag þann 31. maí á samráðsgátt stjórnvalda, og verður því byrjað á að skoða þær ábendingar sem hafa borist og leggja línurnar um þróun tillaganna í samvinnu við alla hlutaðeigandi. „Við erum með alveg nýtt verkefni í okkar samhengi þó flest okkar þekki hágæða almenningssamgöngur frá öðrum löndum. Það er því nauðsynlegt að við nýtum hönnunarferlið til að auka samtalið um verkefnið og þær breytingar á borgarumhverfinu og samgöngutækifærum sem það boðar. Í þessu ljósi er ákaflega mikilvægt að við njótum aðstoðar reynslumikils hönnunarteymis sem hefur komið að fjölda sambærilegra verkefna og getur hjálpað okkur að setja viðfangsefnið og áskoranirnar í stærra samhengi,“ er haft eftir Hrafnkatli. „Við munum nota sumarið í undirbúning og skerpa línur, svo með haustinu og frekari afléttingum ferðatakmarkanna hlökkum við til að taka á móti verkefnastjóra Artelia sem gerir ráð fyrir að vera staðsett hér á landi. Skiptir það miklu máli til að flétta farsællega saman reynslu erlendra aðila við íslenskt samfélag sem og að tryggja mikilvæga þekkingaryfirfærslu. Við gerum svo ráð fyrir að fyrstu afurðir úr hönnunarvinnu Artelia og samstarfsaðila muni liggja fyrir í haust.“
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira