Ágústa vill þriðja til fimmta sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 22:57 Ágústa Ágústsdóttir. aðsend Ágústa Ágústsdóttir, sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira