Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. maí 2021 21:58 Mygluskemmdir hafa verið í húsnæði Fosssvogsskóla og voru nemendur þaðan sendir í Korpuskóla í vetur. Vísir/Egill Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira