Biden lætur rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2021 18:08 Joe Biden er sagður láta undan þrýstingi heima fyrir og á alþjóðavettvangi um að krefja Kínverja frekari svara um upptök kórónuveirufaraldursins. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt bandarískum leyniþjónustustofnunum að leggja aukna áherslu á að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins. Þær eiga meðal annars að kanna hvort að kenning um að veiran hafi fyrst borist út frá rannsóknastofu í Kína eigi við rök að styðjast. Fram að þessu hafa veirufræðingar talið líklegast að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi stokkið úr dýrum í menn. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki verið samvinnuþýð í rannsókn á upptökunum sem hefur gefið samsæriskenningum um Kínverjar hafi þróað veiruna og sleppt henni viljandi lausri aukið andrými. Undanfarnar vikur hefur tilgáta um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknastofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan fyrir mistök eða vanrækslu þótt sennilegri í ljósi þess að ekki hefur enn tekist að finna náttúruleg upptök hennar, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu Biden í dag sagði hann að bandaríska leyniþjónustan aðhyllist nú tvær tilgátur um uppruna faraldursins: annars vegar að hún hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn og hins vegar að hún hafi sloppið út af tilraunastofunni í óhappi þar. Leyniþjónustustofnanirnar telji þó ekki nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir til þess að skera úr um hvor þeirra sé sennilegri. Tvær leyniþjónustustofnanir af átján telji líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn en ein telji leka frá tilraunastofunni sennilegri skýringu. Engin þeirra hafi sterka sannfæringu fyrir því mati, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Fól Biden því bandarískum rannsóknarstofnum að aðstoða við rannsókn á uppruna faraldursins og hvatti hann Kínverja jafnframt til þess að vinna með alþjóðlegri rannsókn. Útilokaði forsetinn þó ekki að raunverulegur uppruni faraldursins verði mögulega alltaf hjúpaður leynd vegna þess að kínversk stjórnvöld neituðu að hleypa erlendum sérfræðingum til Wuhan á upphafsmánuðum faraldursins. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fram að þessu hafa veirufræðingar talið líklegast að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi stokkið úr dýrum í menn. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki verið samvinnuþýð í rannsókn á upptökunum sem hefur gefið samsæriskenningum um Kínverjar hafi þróað veiruna og sleppt henni viljandi lausri aukið andrými. Undanfarnar vikur hefur tilgáta um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknastofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan fyrir mistök eða vanrækslu þótt sennilegri í ljósi þess að ekki hefur enn tekist að finna náttúruleg upptök hennar, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu Biden í dag sagði hann að bandaríska leyniþjónustan aðhyllist nú tvær tilgátur um uppruna faraldursins: annars vegar að hún hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn og hins vegar að hún hafi sloppið út af tilraunastofunni í óhappi þar. Leyniþjónustustofnanirnar telji þó ekki nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir til þess að skera úr um hvor þeirra sé sennilegri. Tvær leyniþjónustustofnanir af átján telji líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn en ein telji leka frá tilraunastofunni sennilegri skýringu. Engin þeirra hafi sterka sannfæringu fyrir því mati, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Fól Biden því bandarískum rannsóknarstofnum að aðstoða við rannsókn á uppruna faraldursins og hvatti hann Kínverja jafnframt til þess að vinna með alþjóðlegri rannsókn. Útilokaði forsetinn þó ekki að raunverulegur uppruni faraldursins verði mögulega alltaf hjúpaður leynd vegna þess að kínversk stjórnvöld neituðu að hleypa erlendum sérfræðingum til Wuhan á upphafsmánuðum faraldursins.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira