Biden lætur rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2021 18:08 Joe Biden er sagður láta undan þrýstingi heima fyrir og á alþjóðavettvangi um að krefja Kínverja frekari svara um upptök kórónuveirufaraldursins. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt bandarískum leyniþjónustustofnunum að leggja aukna áherslu á að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins. Þær eiga meðal annars að kanna hvort að kenning um að veiran hafi fyrst borist út frá rannsóknastofu í Kína eigi við rök að styðjast. Fram að þessu hafa veirufræðingar talið líklegast að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi stokkið úr dýrum í menn. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki verið samvinnuþýð í rannsókn á upptökunum sem hefur gefið samsæriskenningum um Kínverjar hafi þróað veiruna og sleppt henni viljandi lausri aukið andrými. Undanfarnar vikur hefur tilgáta um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknastofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan fyrir mistök eða vanrækslu þótt sennilegri í ljósi þess að ekki hefur enn tekist að finna náttúruleg upptök hennar, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu Biden í dag sagði hann að bandaríska leyniþjónustan aðhyllist nú tvær tilgátur um uppruna faraldursins: annars vegar að hún hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn og hins vegar að hún hafi sloppið út af tilraunastofunni í óhappi þar. Leyniþjónustustofnanirnar telji þó ekki nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir til þess að skera úr um hvor þeirra sé sennilegri. Tvær leyniþjónustustofnanir af átján telji líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn en ein telji leka frá tilraunastofunni sennilegri skýringu. Engin þeirra hafi sterka sannfæringu fyrir því mati, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Fól Biden því bandarískum rannsóknarstofnum að aðstoða við rannsókn á uppruna faraldursins og hvatti hann Kínverja jafnframt til þess að vinna með alþjóðlegri rannsókn. Útilokaði forsetinn þó ekki að raunverulegur uppruni faraldursins verði mögulega alltaf hjúpaður leynd vegna þess að kínversk stjórnvöld neituðu að hleypa erlendum sérfræðingum til Wuhan á upphafsmánuðum faraldursins. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fram að þessu hafa veirufræðingar talið líklegast að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi stokkið úr dýrum í menn. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki verið samvinnuþýð í rannsókn á upptökunum sem hefur gefið samsæriskenningum um Kínverjar hafi þróað veiruna og sleppt henni viljandi lausri aukið andrými. Undanfarnar vikur hefur tilgáta um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknastofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan fyrir mistök eða vanrækslu þótt sennilegri í ljósi þess að ekki hefur enn tekist að finna náttúruleg upptök hennar, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu Biden í dag sagði hann að bandaríska leyniþjónustan aðhyllist nú tvær tilgátur um uppruna faraldursins: annars vegar að hún hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn og hins vegar að hún hafi sloppið út af tilraunastofunni í óhappi þar. Leyniþjónustustofnanirnar telji þó ekki nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir til þess að skera úr um hvor þeirra sé sennilegri. Tvær leyniþjónustustofnanir af átján telji líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn en ein telji leka frá tilraunastofunni sennilegri skýringu. Engin þeirra hafi sterka sannfæringu fyrir því mati, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Fól Biden því bandarískum rannsóknarstofnum að aðstoða við rannsókn á uppruna faraldursins og hvatti hann Kínverja jafnframt til þess að vinna með alþjóðlegri rannsókn. Útilokaði forsetinn þó ekki að raunverulegur uppruni faraldursins verði mögulega alltaf hjúpaður leynd vegna þess að kínversk stjórnvöld neituðu að hleypa erlendum sérfræðingum til Wuhan á upphafsmánuðum faraldursins.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira