Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 17:01 Brekkan. Þeir sem ekki sáu viðvörun á dalurinn.is um að senn rynni út frestur til að uppfæra miðann sinn, þurfa að gjalda þess dýrum dómum ef þeir vilja nýja miða. Óskar P. Friðriksson Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. Þessu fólki stóð þar með aðeins endurgreiðsla til boða, en vilji það síðan fara í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina þarf það að kaupa nýjan miða sem kostar um 5.000 krónum meira. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir í samtali við Vísi að fjórir eða fimm hafi lýst yfir óánægju við nefndina vegna þessara ráðstafana, en hefur ekki upplýsingar um hve margir urðu af fimm þúsund kallinum. Vísir hefur rætt við einn sérlega óánægðan viðskiptavin, sem vill síður blanda nafni sínu í málið. Honum barst enginn póstur eða viðvörun um að senn ætti að loka fyrir endurnýjun miðans yfir á næsta ár. Stutt tilkynning á vef Þjóðhátíðar 6. maí var látin nægja í því skyni, en viðskiptavinurinn telur að sjálfsagt hefði verið að láta fólk vita með að minnsta kosti einum tölvupósti. Sex dögum síðar eftir tilkynninguna, 12. maí, hafði verið lokað fyrir miðabreytingar og eftir það var aðeins endurgreiðsla í boði. Að mati viðmælanda Vísis var það einkar óvægið af hálfu þjóðhátíðarnefndar að 12. maí hafði enn ekkert verið sagt af eða á endanlega um hvort hátíðin yrði yfirleitt haldin. Það var ekki fyrr en 14. maí sem hátíðin var staðfest. Þá var orðið of seint að breyta miðanum. Hefði skapað óreiðu í miðasölukerfinu Lokaverð hátíðarpassa nam 24.900 krónum á síðasta ári en kostar 28.900 í ár. Við bætist að Herjólfur er orðinn 400 krónum dýrari hvora ferð, þannig að samtals er um 5.000 krónum dýrara að kíkja í dalinn en það hefði orðið 2020. Þessi tilkynning birtist á dalurinn.is 6. maí en þá lá ekki fyrir endanlega að hátíðin yrði yfirleitt haldin.Þjóðhátíðarnefnd Opnað var fyrir miðaflutningana í júlí 2020 og lokað fyrir þá 12. maí, þá með sex daga fyrirvara sem aðeins var tilkynnt um á vefsíðu hátíðarinnar. Hörður Orri segir að nefndin muni ekki draga þessa ákvörðun til baka. Hún standi. „Það er mikilvægast í þessu að fólk er búið að hafa tíu mánuði til að taka afstöðu til þess hvað það vill gera við miðann. Það var ómögulegt fyrir okkur að fara af stað með miðasöluna án þess að vita hverjir myndu færa miðana sína. Það hefði bara skapað of mikinn kaos í miðasölukerfinu.“ Að öðru leyti fer miðasalan vel af stað að sögn Harðar Orra og raunar aldrei farið betur af stað. Uppselt er í fjölda Herjólfsferða og þar fer hver að verða síðastur. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Neytendur Tengdar fréttir Emmsjé Gauti og aldamótastjörnur á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð Rapparinn Emmsjé Gauti og aldamótastjörnurnar Birgitta Haukdal, Magni, Hreimur, Gunni Óla og Einar Ágúst munu öll troða upp á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 26. maí 2021 07:50 Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Þessu fólki stóð þar með aðeins endurgreiðsla til boða, en vilji það síðan fara í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina þarf það að kaupa nýjan miða sem kostar um 5.000 krónum meira. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir í samtali við Vísi að fjórir eða fimm hafi lýst yfir óánægju við nefndina vegna þessara ráðstafana, en hefur ekki upplýsingar um hve margir urðu af fimm þúsund kallinum. Vísir hefur rætt við einn sérlega óánægðan viðskiptavin, sem vill síður blanda nafni sínu í málið. Honum barst enginn póstur eða viðvörun um að senn ætti að loka fyrir endurnýjun miðans yfir á næsta ár. Stutt tilkynning á vef Þjóðhátíðar 6. maí var látin nægja í því skyni, en viðskiptavinurinn telur að sjálfsagt hefði verið að láta fólk vita með að minnsta kosti einum tölvupósti. Sex dögum síðar eftir tilkynninguna, 12. maí, hafði verið lokað fyrir miðabreytingar og eftir það var aðeins endurgreiðsla í boði. Að mati viðmælanda Vísis var það einkar óvægið af hálfu þjóðhátíðarnefndar að 12. maí hafði enn ekkert verið sagt af eða á endanlega um hvort hátíðin yrði yfirleitt haldin. Það var ekki fyrr en 14. maí sem hátíðin var staðfest. Þá var orðið of seint að breyta miðanum. Hefði skapað óreiðu í miðasölukerfinu Lokaverð hátíðarpassa nam 24.900 krónum á síðasta ári en kostar 28.900 í ár. Við bætist að Herjólfur er orðinn 400 krónum dýrari hvora ferð, þannig að samtals er um 5.000 krónum dýrara að kíkja í dalinn en það hefði orðið 2020. Þessi tilkynning birtist á dalurinn.is 6. maí en þá lá ekki fyrir endanlega að hátíðin yrði yfirleitt haldin.Þjóðhátíðarnefnd Opnað var fyrir miðaflutningana í júlí 2020 og lokað fyrir þá 12. maí, þá með sex daga fyrirvara sem aðeins var tilkynnt um á vefsíðu hátíðarinnar. Hörður Orri segir að nefndin muni ekki draga þessa ákvörðun til baka. Hún standi. „Það er mikilvægast í þessu að fólk er búið að hafa tíu mánuði til að taka afstöðu til þess hvað það vill gera við miðann. Það var ómögulegt fyrir okkur að fara af stað með miðasöluna án þess að vita hverjir myndu færa miðana sína. Það hefði bara skapað of mikinn kaos í miðasölukerfinu.“ Að öðru leyti fer miðasalan vel af stað að sögn Harðar Orra og raunar aldrei farið betur af stað. Uppselt er í fjölda Herjólfsferða og þar fer hver að verða síðastur.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Neytendur Tengdar fréttir Emmsjé Gauti og aldamótastjörnur á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð Rapparinn Emmsjé Gauti og aldamótastjörnurnar Birgitta Haukdal, Magni, Hreimur, Gunni Óla og Einar Ágúst munu öll troða upp á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 26. maí 2021 07:50 Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Emmsjé Gauti og aldamótastjörnur á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð Rapparinn Emmsjé Gauti og aldamótastjörnurnar Birgitta Haukdal, Magni, Hreimur, Gunni Óla og Einar Ágúst munu öll troða upp á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 26. maí 2021 07:50
Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53