NBA dagsins: Dirk mætti og Dallas fór frá Los Angeles með tvo sigra í einvíginu á móti Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 15:01 Luka Doncic hefur ástæðu til að brosa eftir frábæra byrjun Dallas Mavericks í úrslitakeppninni. Getty/Harry How Besti leikmaður í sögu Dallas Mavericks var mættur fyrir aftan bekkinn hjá sínu liði í nótt þegar Luka Doncic leiddi Dallas til sigurs á Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Staðan er orðin 2-0 fyrir Mavericks. „Það bjuggust örugglega allir við því að við myndum vinna,“ sagði LA Clippers maðurinn Paul George eftir að Clippers tapaði öðrum heimaleiknum í röð en meistaraefnin eru nú komin upp að vegg með næstu tvo leiki á heimavelli Dallas. Dirk Nowitzki var aðalmaðurinn á bak við eina NBA-titil Dallas Mavericks fyrir tíu árum. Hann átti magnaðan 21 árs feril með félaginu. Þótt að enginn sé farinn að tala um titil hjá Dallas liðinu ennþá þá hefur byrjun liðsins í úrslitakeppninni vakið mikla athygli. „Ég er viss um að hann færði okkur lukku með því að vera hér í kvöld,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks. Hann hafði í það minnsta mjög góð áhrif á Luka Doncic sem skoraði 39 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. „Hugarfarið okkar var að fara út á völl, spila af ákveðni og hafa gaman,“ sagði Luka Doncic sem var með þrennu í fyrsta leiknum. „Við megum ekki slaka neitt á. Við vitum hvað þeir geta gert,“ sagði Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig fyrir Dallas. „Þeir eru að spila frjálsir og með mikið sjálfstraust. Ég held að við séum að gefa þeim aðeins of mikið sjálfstraust. Nú er það undir okkur komi að taka það til baka,“ sagði Paul George og þjálfari hans Tyronn Lue er ekkert of stressaður yfir stöðunni. „Ég hef ekki áhyggjur. Þeir unnu tvo leiki á okkar heimavelli og nú þurfum við bara að gera það sama,“ sagði Tyronn Lue. Hér fyrir neðan má svipmyndir frá öllum leikjunum í nótt þar sem Los Angeles Lakers jafnaði metin á móti Phoenix Suns og Brooklyn Nets komst í 2-0 á móti Boston Celtics. Þar eru einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. maí 2021) NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
„Það bjuggust örugglega allir við því að við myndum vinna,“ sagði LA Clippers maðurinn Paul George eftir að Clippers tapaði öðrum heimaleiknum í röð en meistaraefnin eru nú komin upp að vegg með næstu tvo leiki á heimavelli Dallas. Dirk Nowitzki var aðalmaðurinn á bak við eina NBA-titil Dallas Mavericks fyrir tíu árum. Hann átti magnaðan 21 árs feril með félaginu. Þótt að enginn sé farinn að tala um titil hjá Dallas liðinu ennþá þá hefur byrjun liðsins í úrslitakeppninni vakið mikla athygli. „Ég er viss um að hann færði okkur lukku með því að vera hér í kvöld,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks. Hann hafði í það minnsta mjög góð áhrif á Luka Doncic sem skoraði 39 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. „Hugarfarið okkar var að fara út á völl, spila af ákveðni og hafa gaman,“ sagði Luka Doncic sem var með þrennu í fyrsta leiknum. „Við megum ekki slaka neitt á. Við vitum hvað þeir geta gert,“ sagði Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig fyrir Dallas. „Þeir eru að spila frjálsir og með mikið sjálfstraust. Ég held að við séum að gefa þeim aðeins of mikið sjálfstraust. Nú er það undir okkur komi að taka það til baka,“ sagði Paul George og þjálfari hans Tyronn Lue er ekkert of stressaður yfir stöðunni. „Ég hef ekki áhyggjur. Þeir unnu tvo leiki á okkar heimavelli og nú þurfum við bara að gera það sama,“ sagði Tyronn Lue. Hér fyrir neðan má svipmyndir frá öllum leikjunum í nótt þar sem Los Angeles Lakers jafnaði metin á móti Phoenix Suns og Brooklyn Nets komst í 2-0 á móti Boston Celtics. Þar eru einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. maí 2021)
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira