Andstaða almennings vísbending til stjórnmálamanna Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 12:28 Rúnar Vilhjálmsson er prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun BSRB. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor, sem annaðist rannsóknina, segir að stjórnmálaöfl sem vilji afla sér fylgis þurfi að hafa þennan almannavilja í huga. Alls vilja 81 prósent landsmanna að rekstur sjúkrahúsa sé fyrst og fremst á hendi hins opinbera. Eftir því sem einingarnar eru minni, er fólki síður í mun um að reksturinn sé fyrst og fremst opinber. Þannig vilja 67,6 prósent að starfsemi heilsugæslustöðva sé opinber og 58 prósent að hjúkrunarheimili séu fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Á sama tíma vilja sárafáir að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst á vegum einkaaðila. Aðeins 1,6% landsmanna að sjúkrahús séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum og 3,8% landsmanna vilja að hjúkrunarheimili séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum. Stuðningurinn við opinberan rekstur afgerandi „Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að mikill meirihluti Íslendinga vill auka framlög til heilbrigðisþjónustunnar frá því sem nú er. Við höfum áður haft svo afgerandi stuðning, hann er kannski örlítið minni nú en áður, en samt alveg afgerandi,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Mikill stuðningur mældist fyrir opinberum stuðningi við tannlækningum barna, sem Rúnar segir áhugavert. „Við vorum með þetta í opinberu umhverfi áður, barnatannlækningar sem fóru fram í tengslum við grunnskólana, og það kann að eima eftir áhrifum af því fyrirkomulagi í viðhorfum almennings,“ segir Rúnar. BSRB Bil á milli almennings og stjórnmálanna Einkavæðing er á vissum sviðum að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu hér á landi, einkum í því sem kalla má einkarekstrarvæðing, þar sem hið opinbera greiðir, en einkaaðilar annast reksturinn. „Við sjáum dæmi um einkarekstrarvæðinguna á ýmsum sviðum. Við höfum séð það hér í Reykjavík, á heilsugæslunni, og núna upp á síðkastið í tengslum við rekstur hjúkrunarheimila. Þetta er auðvitað áhugaverð þróun í ljósi almennra viðhorfa.“ „Það má segja að það sé visst bil til staðar á milli viðhorfa almennings og framkvæmdar heilbrigðisþjónustunnar. Það bil hefur ekki verið brúað.” Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið gagnrýnd mjög, einkum af sjálfstæðismönnum, fyrir trega til að skapa hagfelld skilyrði fyrir einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Rúnar segir að í ráðherratíð Svandísar hafi lítil breyting orðið á rekstri sjúkrahúsa, en að þróunin í átt til einkarekstrar á hjúkrunarheimilum hafi verið í aðra átt en vilji almennings stendur til. Rúnar segir að niðurstöður rannsóknarinnar geti gefið vísbendingu til stjórnmálamanna um hvernig áherslurnar ættu að vera. „Ég myndi kannski setja þetta upp þannig að stjórnmálaöfl sem ætla sér fylgi innan stjórnkerfisins og hafa heilbrigðismál á sinni dagskrá þyrftu að skoða vandlega almannaviljann. Fari þau öfl verulega frá almannaviljanum er auðvitað viss hætta á því að það muni hafa áhrif á stuðning og fylgi við þau öfl.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15 Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira
Alls vilja 81 prósent landsmanna að rekstur sjúkrahúsa sé fyrst og fremst á hendi hins opinbera. Eftir því sem einingarnar eru minni, er fólki síður í mun um að reksturinn sé fyrst og fremst opinber. Þannig vilja 67,6 prósent að starfsemi heilsugæslustöðva sé opinber og 58 prósent að hjúkrunarheimili séu fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Á sama tíma vilja sárafáir að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst á vegum einkaaðila. Aðeins 1,6% landsmanna að sjúkrahús séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum og 3,8% landsmanna vilja að hjúkrunarheimili séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum. Stuðningurinn við opinberan rekstur afgerandi „Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að mikill meirihluti Íslendinga vill auka framlög til heilbrigðisþjónustunnar frá því sem nú er. Við höfum áður haft svo afgerandi stuðning, hann er kannski örlítið minni nú en áður, en samt alveg afgerandi,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Mikill stuðningur mældist fyrir opinberum stuðningi við tannlækningum barna, sem Rúnar segir áhugavert. „Við vorum með þetta í opinberu umhverfi áður, barnatannlækningar sem fóru fram í tengslum við grunnskólana, og það kann að eima eftir áhrifum af því fyrirkomulagi í viðhorfum almennings,“ segir Rúnar. BSRB Bil á milli almennings og stjórnmálanna Einkavæðing er á vissum sviðum að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu hér á landi, einkum í því sem kalla má einkarekstrarvæðing, þar sem hið opinbera greiðir, en einkaaðilar annast reksturinn. „Við sjáum dæmi um einkarekstrarvæðinguna á ýmsum sviðum. Við höfum séð það hér í Reykjavík, á heilsugæslunni, og núna upp á síðkastið í tengslum við rekstur hjúkrunarheimila. Þetta er auðvitað áhugaverð þróun í ljósi almennra viðhorfa.“ „Það má segja að það sé visst bil til staðar á milli viðhorfa almennings og framkvæmdar heilbrigðisþjónustunnar. Það bil hefur ekki verið brúað.” Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið gagnrýnd mjög, einkum af sjálfstæðismönnum, fyrir trega til að skapa hagfelld skilyrði fyrir einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Rúnar segir að í ráðherratíð Svandísar hafi lítil breyting orðið á rekstri sjúkrahúsa, en að þróunin í átt til einkarekstrar á hjúkrunarheimilum hafi verið í aðra átt en vilji almennings stendur til. Rúnar segir að niðurstöður rannsóknarinnar geti gefið vísbendingu til stjórnmálamanna um hvernig áherslurnar ættu að vera. „Ég myndi kannski setja þetta upp þannig að stjórnmálaöfl sem ætla sér fylgi innan stjórnkerfisins og hafa heilbrigðismál á sinni dagskrá þyrftu að skoða vandlega almannaviljann. Fari þau öfl verulega frá almannaviljanum er auðvitað viss hætta á því að það muni hafa áhrif á stuðning og fylgi við þau öfl.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15 Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira
Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15
Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16