Sirrý sækist eftir sæti ofarlega á lista Sjálfstæðismanna Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2021 11:57 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý. Aðsend Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. Í tilkynningu kemur fram að ákvörðun um framboð sé byggð á ríkum vilja til þess að ná fram breytingum sem hún telji að muni bæta lífsgæði fólks, sérstaklega á landsbyggðinni. „Ég tel mig hafa margt fram að færa sem getur nýst til þess að bæta samfélagið. Ég er baráttukona með ríka réttlætiskennd og framsýni, og hef tekið þátt í og leitt smá og stór verkefni til hagsbóta fyrir samfélagið. Mörg baráttumál eru mér hugleikin, en allra mikilvægast finnst mér að jafna tækifæri landsbyggðarinnar og stuðla að uppbyggingu og bættum lífsgæðum. Ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra og mun leggja ríka áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu, bæði með aukinni fjarþjónustu og fjölbreytni í þjónustuúrræðum. Aldraðir eiga svo sannarlega að geta valið hvar þeir búa sín síðustu ár, eins eiga foreldrar langveikra barna að geta búið við öryggi og fullnægjandi þjónustu í sínu samfélagi. Geðheilbrigðismál eru mér einnig ofarlega í huga, en mikill misbrestur er á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu víða um land. Aukin aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þáttur í því að efla samkeppnishæfni landsbyggðarinnar. Mjög mikilvægt er að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þar tel ég að betri samgöngur séu lykilatriði. Blómleg ferðaþjónusta á landsbyggðinni skiptir sköpum fyrir aukna fjárfestingu, hún eflir nýsköpun og leiðir til fjölgunar mikilvægra starfa. Ferðaþjónusta, ásamt sjávarútvegi og landbúnaði, eru grunnstoðir atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi og koma til með að efla efnahagslega sjálfbærni svæðisins til lengri tíma litið. Umhverfismál eru mér einnig hugleikin og sé ég mörg tækifæri fyrir Norðvesturkjördæmi að marka sér sérstöðu á því sviði. Ég er fædd og uppalin á Bíldudal í fjögurra systkina hópi. Foreldrar mínir eru báðir frá Bíldudal og stórfjölskyldan öll, ég er því svo lánsöm að hafa eytt æskunni í kringum allt mitt fólk. Ég flutti suður til þess að mennta mig sem matreiðslumaður og hef unnið ýmis störf tengd matvælaiðnaði og þjónustu allar götur síðan. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík um árabil eru rætur mínar og hugur fyrir vestan. Ég hef verið svo lánsöm að geta dvalið mikið og hef ávallt fylgst náið með uppbyggingu og framþróun fyrir vestan. Frábært starf hefur víða verið unnið og mörg tækifæri eru enn ónýtt. Ég tel að þekking mín og rætur, ásamt samfélagslegum áhuga muni nýtast vel í að starfa að mikilvægum málum í kjördæminu. Ég stofnaði átaksverkefnið Lífskraft með það fyrir augum að beina athyglinni að og bæta þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Það verkefni kenndi mér að óbilandi trú, samstaða og samkennd getur flutt fjöll,“ segir í tilkynningunni. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 16. til 19. júní næstkomandi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að ákvörðun um framboð sé byggð á ríkum vilja til þess að ná fram breytingum sem hún telji að muni bæta lífsgæði fólks, sérstaklega á landsbyggðinni. „Ég tel mig hafa margt fram að færa sem getur nýst til þess að bæta samfélagið. Ég er baráttukona með ríka réttlætiskennd og framsýni, og hef tekið þátt í og leitt smá og stór verkefni til hagsbóta fyrir samfélagið. Mörg baráttumál eru mér hugleikin, en allra mikilvægast finnst mér að jafna tækifæri landsbyggðarinnar og stuðla að uppbyggingu og bættum lífsgæðum. Ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra og mun leggja ríka áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu, bæði með aukinni fjarþjónustu og fjölbreytni í þjónustuúrræðum. Aldraðir eiga svo sannarlega að geta valið hvar þeir búa sín síðustu ár, eins eiga foreldrar langveikra barna að geta búið við öryggi og fullnægjandi þjónustu í sínu samfélagi. Geðheilbrigðismál eru mér einnig ofarlega í huga, en mikill misbrestur er á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu víða um land. Aukin aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þáttur í því að efla samkeppnishæfni landsbyggðarinnar. Mjög mikilvægt er að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þar tel ég að betri samgöngur séu lykilatriði. Blómleg ferðaþjónusta á landsbyggðinni skiptir sköpum fyrir aukna fjárfestingu, hún eflir nýsköpun og leiðir til fjölgunar mikilvægra starfa. Ferðaþjónusta, ásamt sjávarútvegi og landbúnaði, eru grunnstoðir atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi og koma til með að efla efnahagslega sjálfbærni svæðisins til lengri tíma litið. Umhverfismál eru mér einnig hugleikin og sé ég mörg tækifæri fyrir Norðvesturkjördæmi að marka sér sérstöðu á því sviði. Ég er fædd og uppalin á Bíldudal í fjögurra systkina hópi. Foreldrar mínir eru báðir frá Bíldudal og stórfjölskyldan öll, ég er því svo lánsöm að hafa eytt æskunni í kringum allt mitt fólk. Ég flutti suður til þess að mennta mig sem matreiðslumaður og hef unnið ýmis störf tengd matvælaiðnaði og þjónustu allar götur síðan. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík um árabil eru rætur mínar og hugur fyrir vestan. Ég hef verið svo lánsöm að geta dvalið mikið og hef ávallt fylgst náið með uppbyggingu og framþróun fyrir vestan. Frábært starf hefur víða verið unnið og mörg tækifæri eru enn ónýtt. Ég tel að þekking mín og rætur, ásamt samfélagslegum áhuga muni nýtast vel í að starfa að mikilvægum málum í kjördæminu. Ég stofnaði átaksverkefnið Lífskraft með það fyrir augum að beina athyglinni að og bæta þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Það verkefni kenndi mér að óbilandi trú, samstaða og samkennd getur flutt fjöll,“ segir í tilkynningunni. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 16. til 19. júní næstkomandi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira