NBA dagsins: Tók nýju verkefni fagnandi og kældi niður sjóðheita skyttu Portland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 15:01 Það var ekki auðvelt fyrir Damian Lillard að ná góðu skoti á körfuna þegar Aaron Gordon var að dekka hann í nótt. AP/Joe Mahoney Ein af stóru sögulínum næturinnar í NBA deildinni í körfubolta var varnarskipting þjálfarateymis Denver Nuggets í hálfleik. Denver liðið tapaði fyrsta leiknum á heimavelli á móti Portland Trail Blazers í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar en tókst að jafna metin í nótt. Það var hins vegar að stefna í einhvern ofurleik hjá Damian Lillard, bakverði Portland Trail Blazers, sem var kominn með 32 stig í fyrri hálfleiknum þar sem hann hitti meðal annars úr átta þriggja stiga skotum. Michael Malone, þjálfari Denver, og aðstoðarfólk hans vissi að þeir þyrftu að breyta einhverju því varnarskipulag fyrri hálfleiksins var ekki alveg að ganga upp. Aaron Gordon, leikmaður Denver liðsins, var meira en klár í nýtt verkefni. „Ég er með hann,“ sagði Gordon. Þessi breyting gekk upp því Damian Lillard skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu og lét sér nægja tíu stig í seinni hálfleiknum og Denver liðinu tókst að jafna einvígið í 1-1 með 128-109 sigri. Austin Rivers og Facundo Campazzo voru að reyna að dekka Lillard en Aaron Gordon er mun stærri og gekk betur að loka á þriggja stiga skotin hans. „Í hálfleik þegar hann hafði skorað 32 stig þá sögðum við: Prófum að láta Aaron Gordon dekka hann. Ein af ástæðunum fyrir því að við fengum hann til okkar var hversu fjölhæfur varnarmaður hann er. Hann vildi líka fá þetta tækifæri og tók því fagnandi. Það var eitt það besta við þetta. Aaron Gordon vildi endilega dekka hann,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar þar sem Milwaukee Bucks komst í 2-0 á móti Miami Heat. Klippa: NBA dagsins (frá 24. maí 2021) NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Denver liðið tapaði fyrsta leiknum á heimavelli á móti Portland Trail Blazers í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar en tókst að jafna metin í nótt. Það var hins vegar að stefna í einhvern ofurleik hjá Damian Lillard, bakverði Portland Trail Blazers, sem var kominn með 32 stig í fyrri hálfleiknum þar sem hann hitti meðal annars úr átta þriggja stiga skotum. Michael Malone, þjálfari Denver, og aðstoðarfólk hans vissi að þeir þyrftu að breyta einhverju því varnarskipulag fyrri hálfleiksins var ekki alveg að ganga upp. Aaron Gordon, leikmaður Denver liðsins, var meira en klár í nýtt verkefni. „Ég er með hann,“ sagði Gordon. Þessi breyting gekk upp því Damian Lillard skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu og lét sér nægja tíu stig í seinni hálfleiknum og Denver liðinu tókst að jafna einvígið í 1-1 með 128-109 sigri. Austin Rivers og Facundo Campazzo voru að reyna að dekka Lillard en Aaron Gordon er mun stærri og gekk betur að loka á þriggja stiga skotin hans. „Í hálfleik þegar hann hafði skorað 32 stig þá sögðum við: Prófum að láta Aaron Gordon dekka hann. Ein af ástæðunum fyrir því að við fengum hann til okkar var hversu fjölhæfur varnarmaður hann er. Hann vildi líka fá þetta tækifæri og tók því fagnandi. Það var eitt það besta við þetta. Aaron Gordon vildi endilega dekka hann,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar þar sem Milwaukee Bucks komst í 2-0 á móti Miami Heat. Klippa: NBA dagsins (frá 24. maí 2021)
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira