NBA dagsins: Tók nýju verkefni fagnandi og kældi niður sjóðheita skyttu Portland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 15:01 Það var ekki auðvelt fyrir Damian Lillard að ná góðu skoti á körfuna þegar Aaron Gordon var að dekka hann í nótt. AP/Joe Mahoney Ein af stóru sögulínum næturinnar í NBA deildinni í körfubolta var varnarskipting þjálfarateymis Denver Nuggets í hálfleik. Denver liðið tapaði fyrsta leiknum á heimavelli á móti Portland Trail Blazers í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar en tókst að jafna metin í nótt. Það var hins vegar að stefna í einhvern ofurleik hjá Damian Lillard, bakverði Portland Trail Blazers, sem var kominn með 32 stig í fyrri hálfleiknum þar sem hann hitti meðal annars úr átta þriggja stiga skotum. Michael Malone, þjálfari Denver, og aðstoðarfólk hans vissi að þeir þyrftu að breyta einhverju því varnarskipulag fyrri hálfleiksins var ekki alveg að ganga upp. Aaron Gordon, leikmaður Denver liðsins, var meira en klár í nýtt verkefni. „Ég er með hann,“ sagði Gordon. Þessi breyting gekk upp því Damian Lillard skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu og lét sér nægja tíu stig í seinni hálfleiknum og Denver liðinu tókst að jafna einvígið í 1-1 með 128-109 sigri. Austin Rivers og Facundo Campazzo voru að reyna að dekka Lillard en Aaron Gordon er mun stærri og gekk betur að loka á þriggja stiga skotin hans. „Í hálfleik þegar hann hafði skorað 32 stig þá sögðum við: Prófum að láta Aaron Gordon dekka hann. Ein af ástæðunum fyrir því að við fengum hann til okkar var hversu fjölhæfur varnarmaður hann er. Hann vildi líka fá þetta tækifæri og tók því fagnandi. Það var eitt það besta við þetta. Aaron Gordon vildi endilega dekka hann,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar þar sem Milwaukee Bucks komst í 2-0 á móti Miami Heat. Klippa: NBA dagsins (frá 24. maí 2021) NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Denver liðið tapaði fyrsta leiknum á heimavelli á móti Portland Trail Blazers í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar en tókst að jafna metin í nótt. Það var hins vegar að stefna í einhvern ofurleik hjá Damian Lillard, bakverði Portland Trail Blazers, sem var kominn með 32 stig í fyrri hálfleiknum þar sem hann hitti meðal annars úr átta þriggja stiga skotum. Michael Malone, þjálfari Denver, og aðstoðarfólk hans vissi að þeir þyrftu að breyta einhverju því varnarskipulag fyrri hálfleiksins var ekki alveg að ganga upp. Aaron Gordon, leikmaður Denver liðsins, var meira en klár í nýtt verkefni. „Ég er með hann,“ sagði Gordon. Þessi breyting gekk upp því Damian Lillard skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu og lét sér nægja tíu stig í seinni hálfleiknum og Denver liðinu tókst að jafna einvígið í 1-1 með 128-109 sigri. Austin Rivers og Facundo Campazzo voru að reyna að dekka Lillard en Aaron Gordon er mun stærri og gekk betur að loka á þriggja stiga skotin hans. „Í hálfleik þegar hann hafði skorað 32 stig þá sögðum við: Prófum að láta Aaron Gordon dekka hann. Ein af ástæðunum fyrir því að við fengum hann til okkar var hversu fjölhæfur varnarmaður hann er. Hann vildi líka fá þetta tækifæri og tók því fagnandi. Það var eitt það besta við þetta. Aaron Gordon vildi endilega dekka hann,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar þar sem Milwaukee Bucks komst í 2-0 á móti Miami Heat. Klippa: NBA dagsins (frá 24. maí 2021)
NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli