Katrín: Svona gera menn einfaldlega ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 13:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir framgöngu svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja óboðlega og óeðlilega. Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“ Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“
Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira