„Við höfum smá tíma“ Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 10:00 Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði og er farið að gera sig líklegt til að leita niður úr fjallinu og út í sjó yfir Suðurstrandarveg. Spurningin er hve langan tíma það tekur hraunið að fylla Nátthaga. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn almannavarna segir í samtali við Vísi að í vikunni standi yfir gagnaöflun í Nátthaga, sem er tiltölulega djúpur dalur sem nú fyllist hægt og rólega af hrauni. Nátthagadalur er stór en ekki alls kostar botnlaus.Vísir/Vilhelm Þar verður reynt á grundvelli hermilíkana að reikna út hve langan tíma það tekur fyrir dalinn að fyllast. Síðan verður metið hvort raunhæft sé að koma í veg fyrir að hraunið leiti niður að sjó. „Okkur sýnist á öllu að við höfum smá tíma. Við þurfum að nota hann vel og undirbúa okkur,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að tekið geti tvær vikur og allt að fleiri mánuðum að fylla Nátthagann og að hraunið fari síðan að leita niður að sjó. „Það er því ekki hundrað í hættunni og við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, til dæmis hvort það sé raunhæft að setja upp einhverjar varnir.“ Eldgosið gæti þróast út í dyngjugos sem varir í fleiri ár, eins og komið hefur fram. Takturinn í hraunstreyminu er slíkur og sömuleiðis er farin að myndast hrauntjörn, eða miðlunarlón, á eldstöðvunum. Það er grunnforsenda fyrir myndun hraunskjaldar eða dyngju. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn almannavarna segir í samtali við Vísi að í vikunni standi yfir gagnaöflun í Nátthaga, sem er tiltölulega djúpur dalur sem nú fyllist hægt og rólega af hrauni. Nátthagadalur er stór en ekki alls kostar botnlaus.Vísir/Vilhelm Þar verður reynt á grundvelli hermilíkana að reikna út hve langan tíma það tekur fyrir dalinn að fyllast. Síðan verður metið hvort raunhæft sé að koma í veg fyrir að hraunið leiti niður að sjó. „Okkur sýnist á öllu að við höfum smá tíma. Við þurfum að nota hann vel og undirbúa okkur,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að tekið geti tvær vikur og allt að fleiri mánuðum að fylla Nátthagann og að hraunið fari síðan að leita niður að sjó. „Það er því ekki hundrað í hættunni og við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, til dæmis hvort það sé raunhæft að setja upp einhverjar varnir.“ Eldgosið gæti þróast út í dyngjugos sem varir í fleiri ár, eins og komið hefur fram. Takturinn í hraunstreyminu er slíkur og sömuleiðis er farin að myndast hrauntjörn, eða miðlunarlón, á eldstöðvunum. Það er grunnforsenda fyrir myndun hraunskjaldar eða dyngju.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25