Innlent

Stefnir í einn af betri dögum það sem af er ári

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá góðviðrisdegi síðasta sumar. 
Frá góðviðrisdegi síðasta sumar.  Vísir/Vilhelm

Það stefnir í einmuna veðurblíðu á miðvikudag, sem gæti orðið einn af bestu dögum ársins veðurfarslega séð það sem af er ári. 

Eftir kuldatíð undanfarnar vikur má sjá að hitatölur eru á uppleið í veðurspám fyrir vikuna. Hlýr loftmassi mun færast yfir landið á miðvikudag og verða hitatölurnar hærri en við höfum séð síðust vikur.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það stefni í að miðvikudagurinn geti orðið einn af betri dögum það sem af er ári þegar kemur að veðri.

Það má alveg reikna með að einhverjir dragi fram grillið á miðvikudagskvöldið.vedur.is

Búast má við fremur hægri austlægri átt en léttskýjuðu nánast um allt land. Hiti getur náð frá fimm stigum austast á landinu en upp í fimmtán stig á Vesturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×