Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2021 22:44 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Sigurjón Ólason Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. Forstjóri Landsvirkjunar skýrði frá því í síðustu viku að nú stefndi í að raforkukerfið yrði fullnýtt, meðal annars vegna aukinnar orkunotkunar álvera, kísilvera og gagnavera. „Þetta ástand á mörkuðum er betra en við áttum von á,“ segir Hörður Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Það sé næstum því of gott til að vera satt. „Þannig að við þurfum að sjá það aðeins lengur áður en við förum að leggja til svona langtímaaðgerðir eins og byggingu virkjana.“ Hvammsvirkjun í Þjórsá er meðal þeirra kosta sem Landsvirkjun hefur til að mæta óskum kaupenda um meiri raforkukaup.Landsvirkjun Nýir kaupendur knýja dyra. „Við erum að sjá heilmikla eftirspurn í þessum græna iðnaði. Sem snýr meira að gagnaverum. Við erum að sjá marga hafa áhuga á því. Við erum að sjá rafhlöðuframleiðendur sýna landinu áhuga. Svo er mikill áhugi fyrir eldsneytisframleiðslu,“ segir Hörður. Síðustu stórframkvæmdum Landsvirkjunar við Búrfell tvö lauk fyrir þremur árum. En má þá búast við að virkjanahléinu fari að ljúka? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En þessi mikla breyting á eftirspurninni eykur líkur á því að það sé að færast nær.“ -Hvenær sæir þú fyrir þér að þið þyrftuð að taka ákvörðun um næstu stórvirkjun? „Við höfum ekki lagt mat á það.“ Frá Ísakoti ofan Búrfells. Fjær má sjá vindmyllur Landsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson Hörður segir Landsvirkjun hafa nokkra kosti til að mæta aukinni eftirspurn. Hann nefnir Hvammsvirkjun á Suðurlandi, virkjanamöguleika á Blöndusvæðinu og stækkunarmöguleika á jarðhitasvæðunum fyrir norðan. „Svo bundum við miklar vonir við að geta byggt upp vind samhliða. En það leyfisveitingaferli hefur því miður ekki gengið nægilega vel.“ Landvirkjun hefur þannig sótt um að fá að virkja vindinn meira með fleiri vindmyllum norðan Búrfells en einnig við Blönduvirkjun og segir Hörður vindorkuna mjög góða þriðju stoð í raforkukerfinu. „En það eru mikil vonbrigði að leyfisveitingaferli fyrir vind hefur ekki þróast eins og við gerðum okkur vonir fyrir,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Orkumál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Efnahagsmál Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. 15. apríl 2021 17:25 Kanna möguleikann á að flytja út vetni Svo gæti farið að vetni framleitt hér á landi verði að útflutningsvöru en Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam í Hollandi hafa undirritað viljayfirlýsingu um að farið skuli í forskoðun á fýsileika þess að flytja út grænt vetni. 23. október 2020 06:55 Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05 Landsvirkjun býst við sterkri eftirspurn þegar kreppu lýkur Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun. 12. maí 2020 22:14 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar skýrði frá því í síðustu viku að nú stefndi í að raforkukerfið yrði fullnýtt, meðal annars vegna aukinnar orkunotkunar álvera, kísilvera og gagnavera. „Þetta ástand á mörkuðum er betra en við áttum von á,“ segir Hörður Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Það sé næstum því of gott til að vera satt. „Þannig að við þurfum að sjá það aðeins lengur áður en við förum að leggja til svona langtímaaðgerðir eins og byggingu virkjana.“ Hvammsvirkjun í Þjórsá er meðal þeirra kosta sem Landsvirkjun hefur til að mæta óskum kaupenda um meiri raforkukaup.Landsvirkjun Nýir kaupendur knýja dyra. „Við erum að sjá heilmikla eftirspurn í þessum græna iðnaði. Sem snýr meira að gagnaverum. Við erum að sjá marga hafa áhuga á því. Við erum að sjá rafhlöðuframleiðendur sýna landinu áhuga. Svo er mikill áhugi fyrir eldsneytisframleiðslu,“ segir Hörður. Síðustu stórframkvæmdum Landsvirkjunar við Búrfell tvö lauk fyrir þremur árum. En má þá búast við að virkjanahléinu fari að ljúka? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En þessi mikla breyting á eftirspurninni eykur líkur á því að það sé að færast nær.“ -Hvenær sæir þú fyrir þér að þið þyrftuð að taka ákvörðun um næstu stórvirkjun? „Við höfum ekki lagt mat á það.“ Frá Ísakoti ofan Búrfells. Fjær má sjá vindmyllur Landsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson Hörður segir Landsvirkjun hafa nokkra kosti til að mæta aukinni eftirspurn. Hann nefnir Hvammsvirkjun á Suðurlandi, virkjanamöguleika á Blöndusvæðinu og stækkunarmöguleika á jarðhitasvæðunum fyrir norðan. „Svo bundum við miklar vonir við að geta byggt upp vind samhliða. En það leyfisveitingaferli hefur því miður ekki gengið nægilega vel.“ Landvirkjun hefur þannig sótt um að fá að virkja vindinn meira með fleiri vindmyllum norðan Búrfells en einnig við Blönduvirkjun og segir Hörður vindorkuna mjög góða þriðju stoð í raforkukerfinu. „En það eru mikil vonbrigði að leyfisveitingaferli fyrir vind hefur ekki þróast eins og við gerðum okkur vonir fyrir,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Orkumál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Efnahagsmál Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. 15. apríl 2021 17:25 Kanna möguleikann á að flytja út vetni Svo gæti farið að vetni framleitt hér á landi verði að útflutningsvöru en Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam í Hollandi hafa undirritað viljayfirlýsingu um að farið skuli í forskoðun á fýsileika þess að flytja út grænt vetni. 23. október 2020 06:55 Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05 Landsvirkjun býst við sterkri eftirspurn þegar kreppu lýkur Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun. 12. maí 2020 22:14 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59
Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. 15. apríl 2021 17:25
Kanna möguleikann á að flytja út vetni Svo gæti farið að vetni framleitt hér á landi verði að útflutningsvöru en Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam í Hollandi hafa undirritað viljayfirlýsingu um að farið skuli í forskoðun á fýsileika þess að flytja út grænt vetni. 23. október 2020 06:55
Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05
Landsvirkjun býst við sterkri eftirspurn þegar kreppu lýkur Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun. 12. maí 2020 22:14
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30